Innlent

Bíll valt í Langa­dal

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Langidalur í Austur Húnavatnssýslu.
Langidalur í Austur Húnavatnssýslu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Norðurlandi vestra lokaði þjóðvegi númer 1 um Langadal um stund í aðra áttina í kvöld vegna bílslyss. Búið er að opna veginn að nýju.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar valt bíll með fjórum innanborðs á veginum. Var viðbúnaður töluverður og voru allir sem voru í bílnum fluttir með sjúkrabílum til Akureyrar. Ekki er talið að þeir séu eins alvarlega slasaðir og talið var í fyrstu.

Rannsókn á tildrögum slyssins er fram haldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×