Viðskipti erlent

Vill skipta fuglinum út fyrir X

Árni Sæberg skrifar
Elon Musk hefur ýmislegt brallað frá því að hann keypti Twitter.
Elon Musk hefur ýmislegt brallað frá því að hann keypti Twitter. Carina Johanse/EPA-EFE

Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag.

Blár smáfugl hefur verið einkennismerki samfélagsmiðilsins Twitter frá upphafi, enda er það skýr vísun í nafn miðilsins. Tiltölulega nýr eigandi vill nú losa sig við fuglinn. 

Elon Musk sagði á Twitter í nótt að ef einhver deildi nægilega góðu merki, nánar tiltekið einhvers konar X-i, myndi Twitter taka það í notkun strax á í dag. Hann hefur síðan tíst mikið um bókstafinn X og dálæti sitt á honum.

Ef af breytingunni verður verður hún sú nýjasta í röð veigamikilla breytinga sem auðjöfurinn hefur hrint í framkvæmd frá því að hann keypti Twitter í lok október í fyrra.

Hann hefur til að mynda gjörbreytt auðkenningarkerfi Twitter, boðið upp á áskriftarleiðir og sett takmörk á það hversu mörg tís fólk getur lesið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×