Viðskipti innlent

Icelandair flýgur til Inns­bruck næsta vetur

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Innsbruck er höfuðborg Tíról héraðsins í Austurríki.
Innsbruck er höfuðborg Tíról héraðsins í Austurríki. Icelandair

Icelandair hefur bætt nýjum skíðaáfangastað við áætlun sína næsta vetur, borginni Innsbruck í Austurríki. Flogið verður frá 27. janúar til 2. mars. 

Í tilkynningu Icelandair segir að borgin bætist við fjölda skíðaáfangastaða veturinn 2023-2024. Auk Innsbruck verði meðal annars flogið til Munchen, Salzburg, Zurich, Verona, Óslóar og Vancouver.

Innsbruck er höfuðborg Tíról héraðsins í Austurríki. Í tilkynningu segir að borgin sé umkringd fjölda skíðasvæða í austurrísku og svissnesku Ölpunum.

Hér má sjá aksturstíma til helstu skíðasvæða í grennd við Innsbruck.Icelandair





Fleiri fréttir

Sjá meira


×