Viðskipti innlent

Ráðin í starf fjár­­mála­­stjóra Kalda­lóns

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurbjörg Ólafsdóttir.
Sigurbjörg Ólafsdóttir. Arion

Sigurbjörg Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf fjármálastjóra Kaldalóns hf. Hún hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns fasteigna- og innviðateymis Arion Banka.

Greint er frá ráðningu í tilkynningu frá fasteignafélaginu Kaldalóni. Þar segir að Sigurbjörg hafi einnig gegnt starfi forstöðumanns áhættustýringar Arion banka. 

„Þá hefur Sigurbjörg víðtæka reynslu af umsýslu fasteigna, en hún sat m.a. í stjórn fasteignafélagsins Landfestar ehf. á árunum 2011-2014 með útleigueignir um 95.000 m2. Sigurbjörg er menntuð í véla- og iðnaðarverkfræði ásamt því að hafa lokið löggildingu í verðbréfaviðskiptum.

Sigurbjörg mun hefja störf í ágúst 2023.

Högni Hjálmtýr Kristjánsson, áður forstöðumaður eignaumsýslu og fjármála, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Kaldalóni og er starfandi fjármálastjóri. Þá hefur Albert Leó Haagensen hafið störf sem forstöðumaður fasteignaumsýslu,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×