Erlent

Enn bætist í hóp látinna á Flórída

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Myndir hafa verið hengdar upp af þeim sem enn er saknað eftir að byggingin hrundi.
Myndir hafa verið hengdar upp af þeim sem enn er saknað eftir að byggingin hrundi. AP/Pedro Portal

Tala látinna heldur áfram að hækka eftir hrun íbúðabyggingar á Flórída. Nú hafa alls níu manns fundist látin.

Aðeins hefur verið borið kennsl á fögur af þeim níu líkum sem hafa fundist. Meðal látinna er móðir drengs sem tókst að bjarga úr rústunum.

Umfangsmikil leit heldur áfram, en 150 manns er enn saknað. Björgunarlið leitar með aðstoð leitarhunda, dróna og hljóðsjár. Eldur hefur gert björgunarfólki erfitt fyrir en talsverður reykur hefur verið í rústunum.

Fjórir dagar eru síðan byggingin hrundi og yfirvöld óttast að tala látinna eigi eftir að hækka mun meira.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×