Innlent

Hertar aðgerðir, áhrif á skólana og bandarísk stjórnmál í Víglínunni

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti á föstudaginn sem hafa í för með sér mikil samfélagsleg áhrif. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra verður gestur Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem hún ræðir hertar aðgerðir og stöðu mála vegna kórónuveirufaraldursins.

Hertar aðgerðir hafa jafnframt töluverð áhrif á skólastarf en Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, verður jafnframt gestur þáttarins til að fara yfir þær aðgerðir er snúa að skólunum.

Þá styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum sem fram fara á þriðjudaginn. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur um bandarísk stjórnmál, rýnir stöðuna vestanhafs í þættinum.

Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×