Innlent

Mögnuð myndbönd frá björgunarafreki áhafnarinnar á Tý

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/lhg.is
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag vann áhöfnin á varðskipinu Tý í gærkvöldi og nótt frækilegt björgunarafrek djúpt norður af Líbíu, er áhöfnin bjargaði alls 184 flóttamönnum um borð í varðskipið af tveimur litlum gúmmíbátum.

Auk þess voru 100 flóttamenn sem bjargað hafði verið af ítölsku varðskipi ferjaðir þaðan yfir í varðskipið Týr til aðhlynningar.  Alls eru því 284 flóttamenn um borð í varðskipinu Tý sem nú siglir áleiðis til Ítalíu og áætlar komu til hafnar í Augusta á Sikiley um miðjan dag í dag.

Hér að neðan má sjá þrjú myndbönd frá björgunaraðgerðinni og sá svo sannarlega segja að þetta var björgunarafrek. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×