Viðskipti innlent

Áfengissýki kostar samfélagið 80 milljarða árlega

Magnús Halldórsson skrifar
Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir vímuefnasýki kosta íslenskt samfélag að minnsta kosti áttatíu milljarða á ári, og enn skorti viðurkenningu hjá stjórnvöldum á þörfum sjúklinga, sem ekki geti allir fengið sama meðferðarúrræðið.

Gunnar Smári er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti, á viðskiptavef Vísis, þar sem hann ræðir meðal annars um efnahagsleg áhrif vímuefnasýki á Íslenskt samfélag. Gunnar Smári segir meðferðarúrræði hér á landi vera með því besta sem þekkist, en vandamálin hafi vaxið mikið með aukinni neyslu.

Gunnar Smári segir að meðferðarúrræðin þurfi að taka mið af þörfum hvers sjúklinganna, og enn skorti mikið á að sjúklingar séu viðurkenndir í samfélaginu sem hópur sem þarf hjálp. Þá segir hann að árlegur kostnaður samfélagsins sé í það minnsta 80 milljarðar á árinu, auk þess sem kostnaður af reykingum sé samtvinnaður við áfengissýkisvandamálið.

Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar Smára í Klinkinu hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×