Viðskipti innlent

Vogun ver sig

Fréttablaðið hefur greint frá samþjöppun eignarhalds í HB Granda á undanförnum mánuðum. Tveir hluthafar eiga nú 73 prósent hlutafjár. Annar er Kaupþing sem á um þriðjungshlut. Er talið að Kaupþing horfi á að selja ýmsar eignir út úr félaginu, til dæmis fasteignir, lóðir eða kvóta, sem er varla það sem núverandi stjórnendur hafa í huga. Í gær kom sú tilkynning að stærsti hluthafinn, Vogun, sem er meðal annars í eigu Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns HB Granda, og Kristjáns Loftssonar í Hvali, hefði keypt rúmlega fimm prósenta hlut Kjalars í Granda. Eftir kaupin fara Vogun og tengdir fjárfestar með um rúman helmingshlut í HB Granda. Launar aðstoðinaKaupin eru forvitnileg fyrir þær sakir að Kjalar er að langstærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Dótturfélag Kjalars er Egla, annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi. Ólafur hefur átt gott og farsælt samstarf við stjórnendur Kaupþings í gegnum árin. Hann hefur líka átt gott og farsælt samstarf við þá Árna og Kristján í gegnum fjárfestingar í Keri sem nú hefur sameinast Kjalari. Á sínum tíma sótti Fjárfestingafélagið Grettir hart að Ólafi í Keri en þeir Árni og Kristján stóðu fast að baki gamals viðskiptafélaga í þeim átökum og hlutu mikinn sóma af. Hver veit nema að Ólafur sé nú að launa Vogunarmönnum greiðann þegar sótt er fast að þeim.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×