Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Fjölgar í Höllinni

Fjölgun fyrirtækja í Kauphöllinni verður að teljast fagnaðarefni í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á innlendum hlutabréfamarkaði á liðnum árum.

Dagsbrún var skipt upp í tvö skráð félög, 365 og Teymi, og þá var Exista skráð í haust. Í desember er von á tveimur félögum; eignarhaldsfélagið OMX, sem á og rekur Kauphöll Íslands og kauphallir í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, verður skráð á aðallistann í dag og Icelandair Group Holding verður svo skráð síðar í mánuðinum.

Fjármálafyrirtæki hafa boðað komu sína á næstunni. Færeyska fjármálafyrirtækið, Föroya Sparikassi, verður skráð að öllum líkindum á fyrri hluta næsta árs og svo er von á Icebank, áður Sparisjóðabankanum, árið 2008.

Sláturvertíðin hafin

Ætla mætti að sláturtíð væri hafin í Kauphöll Íslands ef marka má tilkynningar er bárust þangað í gær. Actavis sendi inn gærur af kynningarfundi og Bakkavör tilkynnti um að hlutafjár hefði verið aukið. Sennilegra er þó að prentvillupúkinn illræmdi hafi verið hér á ferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×