Skoðun

Ó­um­deilt mikil­vægi menningar í heims­far­aldri

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifa

Öll höfum við þurft að fara á mis við eitthvað í ástandinu sem hefur einkennt líf heimsbyggðarinnar allrar undanfarið rúmt ár af völdum heimsfaraldurs Covid-19.

Skoðun

Setjum í lög að opinberir aðilar opni bókhaldið sitt

Ingimar Þór Friðriksson skrifar

Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag.

Skoðun

Hælisleitendur: Skýr skilaboð frá Norðurlöndum

Ólafur Ísleifsson skrifar

Norðurlöndin hafa söðlað um í stefnu sinni í málefnum hælisleitenda. Sterkur samhljómur er með Dönum og Norðmönnum í þessum málum. Nýja stefnan felst í að veita fólki hjálp með atbeina alþjóðlegra stofnana.

Skoðun

Endurspeglar samfélagið fjölbreytileikann?

Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Þegar íbúar landsins telja tæp 370 þúsund og af þeim rúm 51 þúsund innflytjendur spyr maður sig hvort samfélagið endurspegli þennan stóra hóp. Við hugsum gjarnan jafnrétti út frá kynjahugmyndum, að jafna þurfi hlut karla og kvenna einmitt vegna þess að hvor um sig telur sá hópur um helming þjóðarinnar.

Skoðun

Við tökum þetta bara á trúnni

Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Frumvarp til laga um kristinfræðslu var rætt á Alþingi í fyrradag. Þar sem ég hef nýlokið rannsókn á fjármálalæsi í skólakerfinu vegna meistaranáms við Háskóla Íslands tel ég mig knúna til þess að leggja orð í belg og vekja athygli á undarlegri forgangsröðun okkar ágætu þingmanna.

Skoðun

Þá verður kátt í höllinni og skálað fram á nótt!

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Ég hef lagt mig fram við að skilja stefnu og áherslur mótframbjóðanda míns til formanns VR. Ég hef gert það með opnum huga og tekið því fagnandi að fá mótframboð með svo ólíkum áherslum sem raunin er, félagsmönnum VR til góðs. Því ólíkari sem valkosturinn er því betra.

Skoðun

Úr penna hjúkrunarfræðings

Anna Kristín B. Jóhannesdóttir skrifar

Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið.

Skoðun

Til þess er málið varðar

Ingólfur Harri Hermannsson skrifar

Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Skoðun

Meingallað kerfi afurðastöðva

Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar

Umræða um fæðuöryggi hefur verið töluverð síðastliðin ár og sitt sýnist hverjum. Þannig finnst mörgum að stjórnvöld þurfi að gera meira til að tryggja það, m.a. með betri reglum um eignarhald á jörðum, tollavernd og fjármagn til nýsköpunar.

Skoðun

Ekki er jafnréttið mikið í raun!

Drífa Snædal skrifar

Í upphafi síðustu aldar töldu ýmsir að kosningaréttur kvenna væri lykillinn að kvenfrelsi. Síðar vöktu lög um jöfn laun fyrir sömu störf svipaðar væntingar.

Skoðun

Strákarnir okkar!

Magnús Þór Jónsson skrifar

Reglulega kemur upp í okkar samfélagi umræða um stöðu íslenskra drengja í skólakerfinu og nú að undanförnu hefur hún bara orðið umfangsmikil.

Skoðun

Ríkis­stjórn stöðnunar um launa­mun kynjanna

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði.

Skoðun

Mark­miðin sem birtust fyrir til­viljun

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu.

Skoðun

Fall­ein­kunn í Foss­vogs­skóla

Valgerður Sigurðardóttir skrifar

Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu.

Skoðun

Skilnings­leysi kapítal­ista á kapítal­isma

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Gjarnan gleyma ötulir talsmenn kapítalismans að hugsa kapítalískt fyrir aðra en sjálfa sig. Það á sérstaklega við þegar að stéttarfélög og láglaunastéttir eru gerðar ábyrgar fyrir hagkvæmni og efnahagslegum stöðuleika, sem er algengt á Íslandi.

Skoðun

Hálf­níu og níu hjá Borginni

Jóhanna Thorsteinson skrifar

Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni.

Skoðun

Verndum líf­fræði­lega fjöl­breytni

Ari Trausti Guðmundsson og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa

Fuglar eru um margt táknmynd fyrir líffræðilega fjölbreytni. Til hennar er nú, þegar loftslagsbreytingar valda æ alvarlegri vandamálum, horft með auknum áhuga. Hér á landi verpa að staðaldri 75 tegundir. Í Ekvador við miðbaug jarðar eru tegundirnar 1651.

Skoðun

Það er alltaf rétti tíminn

Starri Reynisson skrifar

Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau.

Skoðun

Einka­rekin heilsu­gæsla

Guðbrandur Einarsson skrifar

Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á.

Skoðun

Af hags­munum bænda og kjöt­af­urða­stöðva

Páll Gunnar Pálsson skrifar

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, beindi til mín spurningu í grein sinni á mánudaginn sem ég svaraði góðfúslega í fyrradag. Í gær birti Erna svo nýja grein þar sem hún túlkar og leggur dóm á svar mitt, til hægðarauka fyrir lesendur.

Skoðun

Líf og dauði ís­lensks land­búnaðar - 3. hluti

Högni Elfar Gylfason skrifar

Undanfarið hafa lífleg skrif um íslenskan landbúnað og innflutning landbúnaðarvara birst á hinum ýmsu miðlum. Svo virðist sem rannsóknir og skrif Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verkefnastjóra Mjólkursamsölunnar í fjölmiðla hafi vakið upp draug.

Skoðun

Setjum fé­lags­menn VR í 1. sæti

Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

Stytting vinnuvikunnar er spurning um kjarabætur sem fela í sér aukin lífsgæði launþegum til handa. Sveigjanlegra vinnufyrirkomulag, vinna að heiman og aukin réttindi til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu falla einnig undir þessa mikilvægu baráttu um bætt kjör með auknum lífsgæðum.

Skoðun

Góðir (leg)hálsar!

Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir og Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir skrifa

Íslendingum er öllum mikið niðri fyrir þegar kemur að baráttunni við krabbamein. Við erum lítil þjóð, eigum alltaf að minnsta kosti einn sameiginlegan Facebook-vin og höfum við því langflest einhvers konar persónulega reynslu af þessum ömurlega sjúkdómi.

Skoðun

Hvað tekur enga stund?

Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Það eru ekki margar aðgerðir, hreyfingar eða hugsanir sem maður gerir sem raunverulega taka enga stund. Allt tekur einhvern tíma.

Skoðun