Lífið

Gaman að gefa þeim sviðið sem ekki eru oft þar

Listahátíð Reykjavíkur stendur nú yfir og eru fjölbreyttar sýningar um allan bæ. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður leit við í Borgarleikhúsið í kvöldfréttunum á Stöð 2 í kvöld þar sem fór fram æfing á nýju dansverki sem sýnt er á Listahátíð í ár.

Lífið

Stofnaði íþróttavörumerki tví­tug

„Ég stefni mjög langt með merkið,“ segir Lana Björk Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur og barre-þjálfari. Hún var aðeins tvítug þegar hún stofnaði sína eigin íþróttavörulínu undir nafninu Kenzen.

Lífið

Fjölgar í fjöl­skyldu Bjarna Ben

Mar­grét Bjarna­dótt­ir, kokkur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ern­ir Krist­ins­son viðskiptafræðingur, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.

Lífið

Gummi Marteins selur glæsihús í Garða­bæ

Guðmund­ur Marteins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bón­us, og eig­in­kona hans Ingi­björg B. Hall­dórs­dótt­ir hafa sett einbýlishús sitt við Hjálmakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 380 fermetra hús sem var byggt árið 2008.

Lífið

Kjartan Henry og Helga selja í Vestur­bænum

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur hafa sett íbúð sína við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 89,9 milljónir.

Lífið

„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“

„Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira.

Lífið

Elli og María Birta eru stoltir fóstur­for­eldrar í Las Vegas

„Þetta er eitthvað sem voðalega fáir vita, eiginlega enginn,“ segir listamaðurinn Elli Egilsson. Hann og eiginkona hans María Birta Bjarnadóttir Fox hafa tekið börn að sér í tímabundið fóstur síðastliðin þrjú ár. Hjónin eru búsett í Las Vegas í Bandaríkjunum ásamt dóttur þeirra Ingaciu sem verður þriggja ára í september.

Lífið

Svona er Þjóðhátíðarlagið 2024

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt karlakórnum Fjallabræður. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 

Lífið

Yo-Yo Ma kemur til landsins

Yo-Yo Ma, einn frægasti tónlistarmaður heims, er væntanlegur til landsins. Hann mun leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott í október.

Tónlist

„Pínu erfitt fyrir við­kvæman lista­mann“

„Maður getur nálgast ýmsar tilfinningar í gegnum tónlistina, stundum góðar stundum slæmar,“ segir tónlistarmaðurinn Kári Egilsson, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann kom fram á hátíðinni Great Escape. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðastliðið ár í lífi Kára en hann vinnur nú að annarri plötu sinni og frumsýnir splunkunýtt tónlistarmyndband hér í pistlinum.

Tónlist

Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“

Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta.

Lífið

For­seta­kosningar greindar í tætlur á flug­vellinum

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar var staddur á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar hitti hann Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor og fyrrverandi forsetaframbjóðanda og Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur sjónvarpskonu.

Lífið

Ein­föld ráð til að hlaða batteríin yfir sumarið

„Sumarið að mínu mati er tilvalið til þess að núllstilla sig, skapa nýjar og heildrænar venjur sem styðja við heilsuna okkar. Við höfum meiri tíma, rútínan okkar breytist og við ættum að stefna á að hlúa extra vel að okkur og nýta sumarið til þess að hlaða batteríin, segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi With Sara.

Lífið

Gervispilanir tröll­ríða vinsældarlista Spotify

Gervispilanir á streymisveitum á borð við Spotify koma niður á tekjuöflun íslenskra tónlistarmanna. Vandamálið er áberandi á topplista Spotify á Íslandi, þar sem algjörlega óþekktir erlendir listamenn skjóta reglulega upp kollinum með grunsamlega mikið streymi. 

Tónlist

Guðni og Halla fagna saman

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli.

Lífið

Bríet og Birnir rifu þakið af klúbbnum

Ofurtvíeykið Bríet og Birnir fögnuðu útgáfu plötunnar 1000 orð með trylltu teiti á skemmtistaðnum AUTO síðastliðið föstudagskvöld. Margt var um manninn og virtist stemningin sjóðheit. 

Tónlist

Flughetja selur slotið með heitum og köldum

Kristinn Elvar Gunnarsson, flugstjóri hjá Norlandair sem meðal annars hefur haldið uppi loftbrú félagsins frá Akureyri til Vopnafjarðar og Þórshafnar, hefur sett hús sitt á Akureyri á sölu. Um er að ræða glæsilegt einbýlishús að Kolgerði á frábærum stað í brekkunni.

Lífið