Golf

Ótrúlegt heppnishögg McIlroys

Lukkan var svo sannarlega í liði með Rory McIlroy á BMW PGA Championship í gær. Hann átti ótrúlegt högg á 18. holu Wentworth vallarins.

Golf

Bale í golftölvuleik

Gareth Bale, einn besti fótboltamaður sinnar kynslóðar, virðist ætla að öðlast nýtt líf eftir ferilinn sem kylfingur.

Golf

Logi og Perla Sól bæði stigameistarar í fyrsta skipti

Logi Sigurðsson, GS, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR eru stigameistarar á stigamótaröð GSÍ en þau eru bæði að hampa þessum titli í fyrsta skipti á ferlum sínum. Perla Sól og Axel Bóasson fóru með sigur af hólmi á lokamóti stigamótaraðarinnar, Korpubikarsins, sem lauk. Bæði léku þau á ansi góðu skori.

Golf

Liðin í Ryder-bikarnum full­mönnuð

Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið.

Golf

Úr­slitin ráðast á Ís­lands­mótinu: „Geta orðið miklar sviptingar“

Loka­dagur Ís­lands­mótsins í golfi er runninn upp og í dag verða krýndir nýir Ís­lands­meistarar í bæði karla- og kvenna­flokki. Keppnin er hörð, fá högg sem skilja á milli efstu kylfinga og hefur mótið gengið eins og í sögu að sögn Brynjars Eldon Geirs­sonar, fram­kvæmda­stjóra Golf­sam­bands Ís­lands.

Golf

Grill og heitur pottur í kvöld en Maho­mes-hugar­farið á morgun

Hlynur Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss, er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli um helgina. Hann ætlar að njóta á morgun og sækir síðu í bók ruðningskappans Patrick Mahomes í aðdragandanum.

Golf

Hlynur efstur eftir hrun Guðmundar og Andra

Hlynur Geir Hjartarson er með fjögurra högga forystu í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli. Andra Þór Björnssyni og Guðmundi Ágústi Kristjánssyni fataðist hressilega flugið.

Golf

Íslandsmótið hafið og kvennamet sett

Fyrstu kylfingar eru nú að ljúka fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi sem að þessu sinni fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið stendur yfir fram á sunnudag.

Golf

Tiger Woods fær stórt hlutverk í viðræðunum við Sádana

Tiger Woods hefur verið kallaður inn í viðræður um framtíðarskipulag atvinnugolfsins en framundan eru mikilvægar samningaviðræður á milli risanna þriggja í golfheiminum eða bandarísku mótaraðarinnar, evrópsku mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar frá Sádí Arabíu.

Golf