Innlent

Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna.

Innlent

Gylfi ætlar ekki í skaðabótamál

Gylfi Þór Sig­urðsson, fyrr­ver­andi landsliðsmaður og leikmaður Evert­on hyggst ekki höfða skaðabóta­mál gegn breskum yf­ir­völdum í tengsl­um við rann­sókn lögreglu sem hann sætti vegna gruns um kynferðisbrot. Hann var ekki ákærður vegna málsins.

Innlent

Barði konu með eldhúsrúllustandi og bar fyrir sig neyðarvörn

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn konu sem gisti á heimili hans eftir sambandsslit hennar. Sló maðurinn konuna nokkrum sinnum í bakið með eldhúsrúllustandi en ekki var fallist á málsvörn hans um neyðarvörn. 

Innlent

Ekki síðasti dagurinn til að sækja um framlengingu

Búið er að framlengja almenna heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna. Heimildin var framlengd til og með 31. desember 2024 en sækja þarf um hana fyrir lok september.

Innlent

Hrönn Sigurðar­dóttir er látin

Hrönn Sig­urðardótt­ir, fitness-drottning og eigandi verslunarinnar BeFit, er látin, 44 ára að aldri. Hrönn glímdi við krabbamein í nýrnahettum, en hún greindist með meinið fyrir rúmu ári.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hátt í fimmtíu nýja NPA samninga vantar á þessu ári til að ríkið fylgi skuldbindingum sínum sem kveðið er á um í lögum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann NPA miðstöðvarinnar, sem segir fjölmarga þurfa að bíða mánuðum saman eftir að hefja sjálfstætt líf.

Innlent

Suðurnesjalína 1 í jörð með lang­þráðu sam­komu­lagi

Landsnet og Sveitarfélagið Vogar undirrituðu í dag samkomulag um lagningu Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í hátt í tvo áratugi en henni er ætlað að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. 

Innlent

Land­læknir tryggði ekki öryggi upp­lýsinga í lyfja­gátt

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um NPA samningana svokölluðu en hátt í fimmtíu slíka samninga vantar upp á til að ríkið standi við skuldbindingar sínar.

Innlent

Þakk­lát for­seta Ís­lands fyrir bréf eftir and­lát dóttur sinnar

Valda Anastasia Ko­lesni­kova, móðir Sofiu Sar­mite Ko­lesni­kova sem fannst látin í heima­húsi á Sel­fossi þann 27. apríl síðast­liðinn, segist vera gríðar­lega þakk­lát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir and­lát dóttur sinnar. Hún þakkar Guðna Th. Jóhannes­syni, for­seta Ís­lands, sér­stak­lega fyrir hand­skrifað bréf sem hann skrifaði henni.

Innlent

Segja konu sem lést á geð­deild hafa verið beitta of­beldi

Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu.

Innlent

Lands­virkjun flytur vegna myglu

Landsvirkjun er búin að flytja höfuðstöðvar sínar úr Háaleitisbraut 68 vegna myglu sem fannst þar síðasta haust. Frekari rannsóknir sýndu að umfang myglunnar var töluvert. Höfuðstöðvarnar verða nú tímabundið að Katrínartúni 2 í Reykjavík.

Innlent

„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“

Hunda­eig­andi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svo­kölluðum hótel­hósta og á tvo hunda til við­bótar sem eru veikir vill vara hunda­eig­endur við að fara með dýr sín á fjöl­farin hunda­svæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú.

Innlent

Þyrlu­sveitin sótti slasaðan reið­hjóla­mann

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var á leið til Reykjavíkur eftir æfingar á Austfjörðum þegar tilkynning barst um reiðhjólaslys í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Þyrlunni var lent þar og sá slasaði tekinn upp í og stefnan tekin á Reykjavík á ný.

Innlent

Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort

Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna.

Innlent

Mikil­vægt að ekki verði til tvær mis­munandi þjóðir í landinu

Fyrirhugað er að koma upp einingahúsum fyrir allt að þúsund umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þá munu börn hælisleitenda sækja nám í sértæku úrræði áður en þau fara í almennt skólakerfi. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir mikil tækifæri fólgin í að taka vel á móti fólki. 

Innlent

Greiddi sína skatta af hundrað milljóna króna hagnaði

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, greiddi um 25 milljónir króna í skatt vegna 101 milljónar króna hagnaðar af áskriftarréttindum í Kviku banka. Hún hafði þegar greitt um 22 milljónir í fjármagnstekjur af hagnaðinum en það var mat Ríkisskattstjóra að greiða ætti tekjuskatt af honum.

Innlent

Kallar eftir að ríkið standi við fyrir­heit í flug­stefnu

Ó­vissa ríkir um fram­hald flug­kennslu hjá Fluga­kademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfs­menn skólans. Fram­kvæmda­stjóri gagn­rýnir að fyrir­heitum í flug­stefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flug­nám að vera hluti af mennta­kerfinu og heyra undir mennta­mála­ráð­herra en ekki inn­viða­ráð­herra.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í nýjum bankastjóra Íslandsbanka, sem segir bankann þurfa að efla menninguna innan bankans. Kviku banki ákvað í dag að slíta viðræðum um sameiningu við Íslandsbanka þótt samruni þeirra gæti falið í sér ávinning, en er reiðubúinn að taka upp viðræður á ný að loknum hluthafafundi Íslandsbanka.

Innlent

Gervi­greind komin til starfa hjá Heilsu­gæslunni

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku.

Innlent

Laus úr gæslu­varð­haldi

Karl­maður sem hand­tekinn var vegna líkams­á­rásar og and­láts manns á skemmti­staðnum Lúx í mið­borg Reykja­víkur síðustu helgi er laus úr gæslu­varð­haldi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu.

Innlent

Dagur les Peterson pistilinn

Kanadíski sálfræðingurinn og Íslandsvinurinn Jordan Petersson varar forsætisráðherra sinn Justin Trudeau um að „ganga of langt“ með „hinsegin tímabili“ hans. Tilefni þess var mynd sem Trudeau birti af sér á Twitter við regnbogastíginn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Nú hefur Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna og les Peterson pistilinn á miðlinum. 

Innlent