Innlent

Fær ekki vinnu vegna fötlunar sinnar

Hreyfihömluð kona á fertugsaldri sem hefur verið atvinnulaus í tæpt ár segir atvinnurekendur ítrekað hafa hafnað henni um starf á grundvelli fötlunar hennar. Hún segir málið skammarlegt og skrítið.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hreyfihömluð kona á fertugsaldri sem hefur verið atvinnulaus í tæpt ár segir atvinnurekendur ítrekað hafa hafnað henni um starf á grundvelli fötlunar hennar. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún segir málið skammarlegt og skrítið.

Innlent

Kríu­varp á Snæ­fells­nesi minnkað stór­lega

Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum.

Innlent

Nafn mannsins sem lést á Lúx

Maðurinn sem lést eftir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx á dögunum hét Karolis Zelenkauskas og var 25 ára gamall litáískur ríkisborgari, sem búsettur hafði verið hér á landi um nokkurra mánaða skeið.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fjölmiðlanefnd segir Ríkisútvarpið hafa gerst brotleg við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens sem selur einungis nikótínpúða. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, sem segir markmið laganna að vernda börn og ungmenni.

Innlent

Veiðum frestað eins lítið og unnt var

Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert.  Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september.

Innlent

Ók ó­léttri konu heim og rak hana í leiðinni

Fyrirtækið Dýralæknar Sandhólaferju er talið hafa brotið lög þegar framkvæmdastjóri þess sagði þungaðri konu upp störfum á meðan hann ók henni heim úr vinnu. Konan segir framkvæmdastjórann hafa ausið yfir hana fúkyrðum á leiðinni.

Innlent

Ung­lingar játuðu að partíið væri vand­ræða­legt

Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um tvö til þrjú hundruð manna unglingapartí í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þegar lögreglu bar að garði var rólegt yfir öllu og ungmenninn höfðu sjálf orð á að um væri að ræða „heldur vandræðalegt partí.“

Innlent

„Hér verður ekki flugvöllur og hér verða ekki blokkir“

Bessastaðanes var formlega friðlýst í morgun eftir að forsetaembættið og bæjarstjórn Garðabæjar óskuðu eftir því. Forseti Íslands fagnar því að sjónarmið náttúruverndar og útivistar hafi ráðið för við ákvörðunartökuna. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir friðlýsinguna þýðingarmikla fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. 

Innlent

Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi

Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á næsta ári, en línan á að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og skapa tækifæri til uppbyggingar. Eftir áralangt þras hafa Vogar og Landsnet komist að samkomulagi um framkvæmdina.

Innlent

Heimtaði Oxycontin en fékk átta mánuði

Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum og dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Meðal brota hans var vopnað rán í apóteki í Reykjavík. Hann hafði heimtað ópíóíðalyfið Oxycontin af starfsmönnum þess og hótað að sækja hníf fengi hann það ekki. Þegar starfsmenn neituðu að verða við ósk hans lét hann af hótuninni verða.

Innlent

Vill nefna rostunginn Lalla

Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. 

Innlent

Út­smogin svika­skila­boð valdi fer­legu veseni

Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur.

Innlent

Eldur í Gyðufelli

Eldur kviknaði í geymslu í kjallara íbúðablokkar í Gyðufelli í Fellahverfi Reykjavíkur í dag. Tilkynning barst um eldinn um klukkan 15:30 og gekk slökkviliði greiðlega að ná tökum á eldsvoðanum. 

Innlent

Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna.

Innlent

Gylfi ætlar ekki í skaðabótamál

Gylfi Þór Sig­urðsson, fyrr­ver­andi landsliðsmaður og leikmaður Evert­on hyggst ekki höfða skaðabóta­mál gegn breskum yf­ir­völdum í tengsl­um við rann­sókn lögreglu sem hann sætti vegna gruns um kynferðisbrot. Hann var ekki ákærður vegna málsins.

Innlent

Barði konu með eldhúsrúllustandi og bar fyrir sig neyðarvörn

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn konu sem gisti á heimili hans eftir sambandsslit hennar. Sló maðurinn konuna nokkrum sinnum í bakið með eldhúsrúllustandi en ekki var fallist á málsvörn hans um neyðarvörn. 

Innlent

Ekki síðasti dagurinn til að sækja um framlengingu

Búið er að framlengja almenna heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna. Heimildin var framlengd til og með 31. desember 2024 en sækja þarf um hana fyrir lok september.

Innlent