Erlent

Tugir þúsunda flýja her­sveitir frá Tigray

Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni.

Erlent

Gíslatökunni lokið eftir tíu tíma og afhendingu tuttugu pítsa

Lögregla hefur handtekið gíslatökumennina tvo sem héldu tveimur fangavörðum í gíslingu í fangelsinu Hällbyanstalten í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Það tók tíu tíma að leysa pattstöðuna sem fól meðal annars í sér að fangar í sömu álmu fengu tuttugu pítsur.

Erlent

Sólmyrkvi séður úr geimnum

Sólmyrkvar hafa lengi heillað okkur mannfólkið. Allt frá því við héldum til í hellum og gera má ráð fyrir að þeir hafi hrætt fólk, til dagsins í dag þegar fólk leggur mikið á sig til að sjá sólmyrkva vel.

Erlent

Mesta rigning Kína í þúsund ár

Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga.

Erlent

Ó­lík­legt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin

Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað.

Erlent

Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville

Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum.

Erlent

Allt á floti í miðhluta Kína

Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti.

Erlent

Fingralauss fjallagarps saknað

Umfangsmikil leit að suður-kóreska fjallagarpinum Kim Hong-bin er í bígerð. Hans er saknað eftir að hann komst upp á topp hins 8.407 metra háa Broad Peak á landamærum Pakistans og Kína.

Erlent

Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum

Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði.

Erlent

Miklir skógareldar í Síberíu

Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist.

Erlent

Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim

Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim.

Erlent

Þrettán ára drengur myrtur í skólanum

Sextán ára gamall drengur í Singapúr hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt samnemanda sinn eftir að þrettán ára gamall drengur fannst látinn á baðherbergi í skólanum í gær.

Erlent

Dauðsföll á Indlandi séu fleiri en opinberar tölur sýna

Ný rannsókn bendir til þess að dauðsföll af völdum Covid 19 á Indlandi hafi verið gróflega vanáætluð. Í rannsókninni, sem gerð er af bandarísku stofnuninni Center for Global Development er því haldið fram að umframdauðsföll á Indlandi frá upphafi faraldurs og fram í miðjan júní á þessu ári séu fjórar milljónir.

Erlent

Twitter lokar á þing­konu fyrir fals­fréttir um Co­vid

Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar.

Erlent

Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir á­rásina á þing­húsið

Karl­­maður frá Flórída­­fylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldunga­­deildar Banda­­ríkja­þings þegar stað­­festa átti niður­­­stöður for­­seta­­kosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við á­­rásina á þing­húsið.

Erlent