Hvalveiðar

Fréttamynd

„Þetta hefur ekkert að gera með mína pólitísku hug­sjón“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segist ekki vera viljandi að bíða fram yfir kosningar með að taka ákvörðun um leyfisveitingu til hvalveiða. Ákvörðun kunni að liggja fyrir í lok næstu viku, og muni ekki byggja á hennar pólitísku hugsjónum. Kallað var eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna fyrst í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissa um hval­veiðar í sumar en ráð­gjöf Haf­ró ó­breytt

Hafrannsóknarstofnun hyggst skila inn umsögn til matvælaráðuneytisins um hvalveiðar í dag. Gildandi ráðgjöf stofnunarinnar til ársins 2025 miðast við veiðar á um 160 langreyðum að hámarki á ári og helst sú ráðgjöf óbreytt. Vinna við nýja talningu dýra hefst eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Hval­veiðar á Ís­landi, löng saga spillingar og sérhagsmunatengsla

Hvalveiðar hafa verið stundaðar í heiminum í þúsundir ára og í hundruð ára í hafinu í kringum Ísland, en saga hvalveiða Íslendinga sjálfra eiga sér þó ekki langa sögu. Einn af okkar þekktustu andstæðingum hvalveiða var Jóhannes S. Kjarval sem málaði myndina „Hið stóra hjarta” sem er meðfylgjandi og birti í Morgunblaðinu árið 1948 ásamt hugvekju um mikilvægi þess að við verndum hvali;

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin klofin hvað varðar hval­veiðar

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru 49 prósent þjóðarinnar andvíg því að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði verði endurnýjað. 35 prósent eru því hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg.

Innlent
Fréttamynd

Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar

Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist.

Innlent
Fréttamynd

Leyfis­veitingin ekki brot á EES-samningnum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að af­greiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögu­legt er

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum.

Innlent
Fréttamynd

Já­kvæð leið fram á við, fyrir hvali og lax

Ísland stendur nú frammi fyrir tveimur mikilvægum og umdeildum vistfræðilegum vandamálum - hvalveiðum og laxeldi í opnum kvíum. Í boði er þó jákvæð og náttúruleg lausn á báðum málum: Þangbúskapur.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðum hval - virðum lög

Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Segir út­séð um hval­veiðar í sumar

Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa.

Innlent
Fréttamynd

Mun Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir banna hval­veiðar?

Mun Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir banna hval­veiðar eða gefa út nýtt leyfi?Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að vera með neinar yfir­lýsingar“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, segist ætla að halda áfram þeim verkefnum sem Svandís Svavarsdóttir hefur sinnt í ráðuneytinu. Hún segist spennt takast á við ný verkefni sem ráðherra en að hún ætli að nýta daginn í að kynna sér málin í ráðuneytinu. 

Innlent
Fréttamynd

Svan­dísar bíði van­trausts­til­laga

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í næstu viku, nú þegar ljóst er að Svandís snýr aftur til starfa eftir veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Fundur NAMMCO í vikunni

Á þriðjudag mun ársfundur Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (The North Atlantic Marine Mammal Commision, NAMMCO) fara fram í Reykjavík. Og enn og aftur verður hvalkjöt á boðstólnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt

Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. 

Innlent
Fréttamynd

Hval­veiðar í tölum

Skoðum aðeins reikningsdæmið á bak við beiðni Kristjáns Loftssonar fyrir tíu ára hvalveiðileyfi. Þá á ég ekki við töluna tíu sem er einfaldlega tvöföldun á fimm ára leyfi sem áður hafa verið gefin út. Það er nefnilega mikilvægt að benda á það að Kristján Loftsson verður orðinn níræður þegar þetta tíu ára leyfi rennur loks út.

Skoðun