Matvöruverslun

Fréttamynd

Hvetja fólk til að taka verð­merkingum í Hag­kaup með fyrir­vara

Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hægir á verð­hækkunum mat­vöru

Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. 

Neytendur
Fréttamynd

„Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ester Harðardóttir, starfsmaður Bónus til þriggja áratuga var ein af þeim sem tilnefnd voru sem maður ársins 2023. Atburðarásin sem leiddi til þess var vægast sagt kostuleg og skapaðist í kjölfar þess að Bónus hafnaði sölu á bókinni Þriðja vaktin. Ester lenti óumbeðin í fjölmiðlastormi en hún tók fjaðrafokinu þó með stóískri ró.

Lífið
Fréttamynd

Hvað er opið um páskana?

Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag.

Neytendur
Fréttamynd

Tók á sig hlut­a af verð­hækk­un­um „til að við­hald­a styrk vör­u­merkj­ann­a“

Framlegðarhlutfall Nathan & Olsen, einnar stærstu heildsölu landsins, dróst saman á milli ára þrátt fyrir tekjuaukningu sem var lítillega meiri en ársverðbólga. Forstjóri 1912, móðurfélags heildsölunnar, segir fyrirtækið hafa tekið á sig hluta af verðhækkunum en ekki fleytt þeim áfram að fullu til viðskiptavina í ljósi mikillar samkeppni og til að tryggja eftirspurn eftir vörunum. „Það er komin meiri ró á markaðinn eftir tvö ótrúleg ár sem einkenndust af miklum verðhækkunum og bjartari horfur í rekstri í ár,“ útskýrir hann.

Innherji
Fréttamynd

Gefur ekki fimm aura fyrir gagn­rýni á Krónuna

Framkvæmdastjóri Krónunnar segir fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina til að forðast mögulega skaðabótaskyldu. Fyrirtækið hafi strax brugðist við fréttum af matvælalager í Sóltúni, sem tengdist meðal annars veitingastaðnum Wok On. Þegar rökstuddur grunur um mansal og fleira ólöglegt athæfi hafi legið fyrir, hafi samningi Krónunnar við Wok On verið rift. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan brást strax við

Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður.

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­mót hjá Huga og Ás­dísi Rögnu

Ásdís Ragna Valdimarsdóttir og Hugi Halldórsson hafa verið ráðin til Samkaupa. Ásdís hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Kjör- og Krambúðanna og Hugi hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra vildarkerfis Samkaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slíta samningi við Wok On

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði

Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Nammigrísir í á­falli yfir verðinu

Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið.

Neytendur
Fréttamynd

Málið sem skekið hefur Skeifuna

Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga.

Lífið
Fréttamynd

Hval­kjöt í ís­lenskum stór­mörkuðum

Á laugardaginn fékk ég sent skjáskot af auglýsingu þ‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏ar sem Hvalur hf. sagði frá útsölustöðum á sýrðu hvalrengi frá fyrirtækinu og barmar sér yfir því hvað vertíðin hafi verið stutt á liðnu ári. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við að sjá hversu langur listinn var og nöfn hvaða verslana voru á honum.

Skoðun
Fréttamynd

Verð á brauði frá Myllunni hækkaði mest

Verð á brauði, kexi og kökum hækkaði á bilinu 0-7% frá októberlokum til janúarloka í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð hækkuðu ekki í Extra og Bónus, en hækkuðu um 7% í Iceland. Þar munaði mestu um Finn Crisp vörur, sem hækkuðu um fjórðung í Iceland á þessum þremur mánuðum.

Neytendur