Akureyri

Fréttamynd

Svik VG í jafn­réttis­málum

Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm bíla á­rekstur á Akur­eyri

Fimm bíla árekstur varð á Hörgárbraut á Akureyri á öðrum tímanum. Um er að ræða aftanákeyrslu sem varð á leið af hringtorgi og inn í bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Nemendalýðræði á brauð­fótum

Lengi hefur verið vitað að smæð íslenskra sveitarfélaga sé ógn við menntun í landinu. Með auknum kröfum um inntak skólastarfs og stöðugt nýjum áskorunum verður smærri sveitarfélögum erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar. Minna hefur verið rætt um annan vanda, sem ekki á síður við stór sveitarfélög en smá, að lýðræðið á stjórnsýslustigi skólanna liggur undir skemmdum.

Skoðun
Fréttamynd

Eig­endur Akur­eyri Backpackers selja höllina

Hjónin og eigendur Akureyri Backpackers, Siguróli Kristjánsson, jafnan þekktur sem Moli, og eiginkona hans Elfa Björk Ragnarsdóttir, hafa sett glæsilegt einbýlishús við Mánahlíð á Akureyri til sölu. Ásett verð er 164,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Inn­rituðu sig á Akur­eyri í morgun en fljúga frá Kefla­vík

Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal.

Innlent
Fréttamynd

Flughetja selur slotið með heitum og köldum

Kristinn Elvar Gunnarsson, flugstjóri hjá Norlandair sem meðal annars hefur haldið uppi loftbrú félagsins frá Akureyri til Vopnafjarðar og Þórshafnar, hefur sett hús sitt á Akureyri á sölu. Um er að ræða glæsilegt einbýlishús að Kolgerði á frábærum stað í brekkunni.

Lífið
Fréttamynd

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjasti raf­virki landsins fimm­tug með ofurkrafta

Andrea Margrét Þorvaldsdóttir var á meðal þeirra sem útskrifuðust úr rafvirkjanámi við VMA síðastliðinn laugardag við hátíðlega athöfn. Hún skar sig úr nemendahópnum að því leyti að hún var orðin 47 ára gömul þegar hún hóf námið. Hún segir ADHD gefa henni ofurkrafta til að komast yfir allt sem hún þarf að gera.

Lífið
Fréttamynd

Lög­reglan náði lausum grís

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að grís eða lítið svín sem virðist hafa sloppið og hafnað í bakgarði í Kjarnagötu á Akureyri. Ekki liggur fyrir hver eigandi gríssins er eða þá hvernig grísnum tókst að sleppa.

Innlent
Fréttamynd

Stefna ís­lenska ríkinu vegna and­láts tveggja ára dóttur

Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa Ís­lensk verð­bréf

Skagi, móðurfélag Vátryggingafélags Íslands, hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa um kaup Skaga á 97,07 prósent hlutafjár í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunaður um að valda konunni á­verkum sem leiddu hana til dauða

Héraðsdómur Norðurlands eystra staðfesti í dag kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri í lok aprílmánaðar. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Barn á Akur­eyri greindist með kíg­hósta

Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Heims­met Japanans gildir ekki

291 meters skíðastökk Japanans Ryoyu Kobayashi í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær verður ekki skráð sem heimsmet þó að það hafi verið lengra en gildandi heimsmet. Alþjóðaskíðasambandið segir stökkið ekki hafa uppfyllt skilyrði þess.

Sport
Fréttamynd

Japaninn sló heims­met í Hlíðar­fjalli

Japaninn Ryoyu Kobayashi sló í dag heimsmet í skíðastökki þegar hann stökk 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri. Metið fyrir tilraun Kobayashi var 253,5 metrar og í eigu Austurríkismannsins Stefan Kraft. 

Lífið