Golf

Tiger og McIlroy hunsuðu hvorn annan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eitthvað virðist hafa slest upp á vinskapinn hjá Tiger Woods og Rory McIlroy.
Eitthvað virðist hafa slest upp á vinskapinn hjá Tiger Woods og Rory McIlroy. getty/Christian Petersen

Atvik á fyrsta degi PGA-meistaramótsins renndi stoðum undir fréttir þess efnis að vinslit hefðu orðið hjá Tiger Woods og Rory McIlroy.

Tiger og McIlroy hafa alltaf verið hinir mestu mátar en samkvæmt Golf Digest er sú ekki raunin lengur.

„Samband McIlroy and Woods hefur versnað mikið undanfarna sex mánuði. Það eru engin leiðindi en þeir hafa ólíka sýn á framtíð golfsins. Það hefur eitthvað komið upp á milli þeirra,“ skrifar blaðamaður Golf Digest og hefur það eftir heimildarmönnum sínum.

McIlroy verður ekki tekinn aftur inn í leikmannaráð PGA-mótaraðarinnar en Tiger ku hafa kosið gegn honum.

Tiger og McIlroy eru báðir meðal keppenda á PGA-meistaramótinu og þeir mættust á fyrsta keppnisdegi í gær. Þeir virtu hvorn annan ekki viðlits og gárungarnir voru á því að þar væri komin sönnun fyrir vinslitum kylfinganna.

McIlroy er í 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á PGA-meistaramótinu á fimm höggum undir pari, fjórum höggum á eftir forystusauðnum Xander Schauffele. Tiger er í 85. sæti á einu höggi yfir pari.

PGA-meistaramótið er í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4.


Tengdar fréttir

„Ef hann á slæmt mót þá endar hann samt í topp tíu“

Annað risa­mót ársins í golf­heiminum hefst seinna í dag þegar að kylfingar hefja fyrsta hring á PGA meistara­mótinu á Val­halla vellinum í Ken­tucky. Þrír kylfingar eru taldir lík­legastir til af­reka á mótinu sem gæti verið leikið við meira krefjandi að­stæður en vana­lega. Og sem fyrr eru augu margra á Tiger Woods.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×