Erlent

Yfir­standandi kosningar á Eng­landi próf­steinn fyrir Í­halds­flokkinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sumir segja niðurstöður kosninganna skipta sköpum fyrir forsætisráðherrann Rishi Sunak.
Sumir segja niðurstöður kosninganna skipta sköpum fyrir forsætisráðherrann Rishi Sunak. AP/Kin Cheung

Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til.

Ef tap flokksins verður verulegt, gæti það grafið undan Rishi Sunak forsætisráðherra.

Alls verður kosið um 2.600 stöður í 107 héruðum. Tíu borgar- og sveitarstjóraembætti eru undir og 37 embætti lögreglustjóra á Englandi og Wales.

Guardian greinir frá því að mögulega verði kallað eftir því að Sunak segi af sér ef niðurstöðurnar verða verulega slæmar fyrir Íhaldsflokkinn og sér í lagi ef flokkurinn tapar sveitarstjórastólunum í West Midlands og Tees Valley.

Viðskiptaráðherrann Kemi Badenock, sem er meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti leiðtogi Íhaldsmanna, sagði hins vegar í samtali við Sky News í gær að Sunak nyti afdráttarlauss stuðnings ríkisstjórnarinnar.

Þá er möguleiki að ef Íhaldsflokknum gengur betur en kannanir hafa spáð, muni Sunak nýta tækifærið og boða til þingkosninga í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×