Kosningar í Bretlandi

Fréttamynd

Að­eins fjórðungur Breta vill vera utan ESB

Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni.

Erlent
Fréttamynd

Fara­ge snýst hugur og býður sig fram til þings

Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Munu kosningar bjarga Bret­landi?

„1000 klukkustundir til að bjarga Bretlandi“ skrifaði Allister Heath, ritstjóri sunnudagsútgáfu íhaldsblaðsins Telegraph á vefsíðu útgáfunnar, þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að kosningar yrðu haldnar 4. júlí.

Skoðun
Fréttamynd

Boðar til kosninga í Bret­landi í sumar

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 4. júlí næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans fyrir utan Downing stræti nú á fjórða tímanum.

Erlent
Fréttamynd

David Cameron nýr utan­ríkis­ráð­herra

David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra. Rishi Sunak, forsætisráðherra, rak Suella Braverman úr embætti innanríkisráðherra í morgun og réði James Celverly, fyrrverandi utanríkisráðherra, í stað hennar.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti prófsteinninn á Íhaldsflokk Sunak

Kosið er til sveitarstjórna á Bretlandi í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að Rishi Sunak tók við Íhaldsflokknum eftir margra mánaða glundroða. Búist er við því að flokkurinn tapi fjölda sæta í kosningunum sem gætu gefið hugmynd um hvar íhaldsmenn standa fyrir þingkosningar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Bola Corbyn út úr Verkamannaflokknum

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, ætlar að leggja fram tillögu á aðalfundi flokksins á morgun sem ætlað er að koma í veg fyrir að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi flokksins, megi bjóða sig fram til þings í næstu kosningum. Corbyn segist ekki ætla að hverfa af sjónarsviðinu.

Erlent
Fréttamynd

Skotar þurfa leyfi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu

Skoska heimastjórnin má ekki halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði, án leyfis frá breska þinginu. Hæstiréttur Bretlands opinberaði þessa niðurstöðu í morgun en Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, stefndi á atkvæðagreiðslu í október á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta

Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri

Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fetar í fót­­spor á­­trúnaðar­­goðsins Thatcher

Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 

Erlent
Fréttamynd

Liz Truss verður næsti for­sætis­ráð­herra Bret­lands

Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins.

Erlent
Fréttamynd

Hættu­á­stand sé yfir­vofandi í orku­málum í Bret­landi

Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári.

Erlent
Fréttamynd

Sunak og Truss ein eftir

Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir.

Erlent
Fréttamynd

Nýr for­sætis­ráð­herra þann 5. septem­ber

Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Liz Truss stað­festir fram­boð sitt

Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019.

Erlent