Neytendur

Allir með fjöl­nota inn­kaupa­poka fá frítt í strætó á morgun

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Verkfefnið er samstarf Krónunnar og Strætó á alþjóðlegum degi jarðar.
Verkfefnið er samstarf Krónunnar og Strætó á alþjóðlegum degi jarðar. Aðsend

Á morgun verður hinn alþjóðlegi dagur jarðar haldinn og að því tilefni hefur Krónan ákveðið að bjóða öllum sem mæta með fjölnota innkaupapoka í strætó á höfuðborgarsvæðiu ókeypis far. 

Dagurinn er haldin 22. apríl ár hvert. Í fréttatilkynningu segir að Krónan bjóði viðskiptavinum sínum að taka strætisvagn í matvörubúðina til að draga úr umferð einkabílsins á alþjóðadeginum og leggja þannig sitt að mörkum til umhverfisvænni ferðamáta.

„Framtak Krónunnar til dags jarðar í ár verður unnið í samstarfi við Strætó bs., og fá allir sem mæta með fjölnota innkaupapoka í strætó á höfuðborgarsvæðinu frítt far með vagninum á morgun,“ segir í fréttatilkynningu. 

„Á höfuðborgarsvæðinu er fjöldi Krónuverslana og eru þær allar nálægt stoppistöð Strætó. Okkur fannst því upplagt að fara í samstarf með Strætó og í sameiningu lyfta þessu málefni upp, þá bæði með því að hvetja fólk til að nýta sér umhverfisvænni fararmáta og í leiðinni minna það á að grípa fjölnota innkaupapokann með sér,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×