Veður

Fer að snjóa sunnan- og vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður kringum frostmark yfir daginn, en hiti eitt til sex stig sunnan heiða.
Hiti verður kringum frostmark yfir daginn, en hiti eitt til sex stig sunnan heiða. Vísir/Vilhelm

Hæðarhryggur fer austur yfir land með þurru veðri og víða björtu, en lítilsháttar éljum norðan- og austanlands fram eftir morgni.

Á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld nálgist svo lægð úr vestri og það fari að snjóa frá henni sunnan- og vestantil með heldur vaxandi suðaustanátt.

„Síðan er útlit fyrir aðgerðarlítið veður, breytilega átt og dálitla úrkomu af og til í flestum landshlutum á miðvikudag og fimmtudag. Fremur svalt áfram.

Síðdegis á föstudag hlýnar væntanlega, en þá er spáð sunnanátt með rigningu um landið sunnan- og vestanvert,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og dálitlar skúrir eða él. úrkomulítið norðaustantil. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn, mildast syðst.

Á fimmtudag: Norðlæg átt 3-10 og lítilsháttar él, en að mestu þurrt suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig sunnan heiða, annars vægt frost.

Á föstudag: Suðlæg átt og úrkomulítið, en slydda eða rigning suðvestantil síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Sunnanátt og rigning, einkum suðvestan- og vestanlands. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Suðvestanátt og milt veður. Rigning eða skúrir, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×