Veður

Víðast bjart en dá­litlar skúrir sunnan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarstarfsmenn að störfum á Austurvelli.
Borgarstarfsmenn að störfum á Austurvelli. Vísir/Vilhelm

Lítil hæð þokast yfir landið í dag og má reikna með fremur hægum vindi og víða björtu veðri. Þó verða dálitlar skúrir sunnanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði yfirleitt á bilinu sex til tólf stig og mildast syðst.

„Á morgun snýst í suðaustanátt, 5-10 m/s og dálitlar skúrir sunnan- og vestantil, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Þá hlýnar aðeins í veðri, og útlit fyrir að hlýjast verði norðaustanlands, hiti að 14 stigum þar,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðaustan 5-10 m/s og dálitlar skúrir, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast á Norðausturlandi.

Á fimmtudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað að mestu og dálítil væta vestanlands, en annars þurrt að kalla. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst.

Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt 5-10. Skýjað með köflum og víða lítilsháttar væta, en fer að rigna sunnan- og vestantil um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt, víða á bilinu 8-13 m/s. Skúrir eða rigning, en slydda til fjalla og hiti 4 til 10 stig.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Vestlæg og síðar norðlæg átt. Rigning eða slydda á norðanverðu landinu, en bjart með köflum á Suðurlandi. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast suðaustantil.

Á mánudag (annar í hvítasunnu): Útlit fyrir austlæga átt og rigningu. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×