Veður

Víða kalt í dag

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það verður þó léttskýjað á suðvesturhorninu.
Það verður þó léttskýjað á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm

Áfram verður norðaustlæg átt á landinu, víða kaldi eða stinningskaldi með éljum í dag en léttskýjað suðvestantil.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun.

Á morgun verður heldur hægari vindur og bjart veður en skýjað þó. Einnig eimir aðeins eftir af éljum á Norðaustur- og Austurlandi.

Á miðvikudag verður hæg breytileg átt og ætti að sjást til sólar víðast hvar.

Það verður kalt í veðri um land allt en hiti ætti að ná fimm stigum við suðurströndina eftir því sem líður að hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×