Veður

Gul við­vörun vegna hríðar

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvörunin er í gildi frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 13.
Viðvörunin er í gildi frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 13. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna vestan- og norðvestan hríðar á morgun.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að viðvörunin sé í gildi milli klukkan 6 og 13 á morgun. 

Veðurspá gerir ráð fyrir vestan og norðvestan 15 til 23 metrum á sekúndu og slyddu en snjókomu til fjalla. 

„Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×