Innlent

Nafn mannsins sem lést við Arnar­stapa

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Tómas starfaði hjá rútufyrirtækinu SBA-Norðurleið.
Jón Tómas starfaði hjá rútufyrirtækinu SBA-Norðurleið.

Maðurinn sem lést í slysinu við Arnarstapa á Snæfellsnesi síðastliðinn fimmtudag hét Jón Tómas Erlendsson.

Þetta staðfestir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Jón Tómas var sjötugur að aldri, búsettur í Kópavogi og starfaði sem rútubílstjóri hjá rútufyrirtækinu SBA-Norðurleið. 

Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn.


Tengdar fréttir

Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×