Samkvæmislífið

Fréttamynd

List án landamæra opnuð í Ráðhúsinu

List án landamæra var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Athöfnin var bæði fjölmenn sem góðmenn og var eftirvæntingin áþreifanleg eftir að fá loksins að upplifa og njóta bæði listarinnar og samverunnar, samkvæmt tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Lífið
Fréttamynd

Ósýnilegum konum fagnað á Hverfisgötu

Á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Invisible Women. Sæunn Gísladóttir þýddi bókina Ósýnilegar konur en hún hefur brennandi áhuga á efni bókarinnar. Útgáfunni var fagnað í bókabúð útgáfunnar Sölku á Hverfisgötu.

Lífið
Fréttamynd

Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu

Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 

Lífið
Fréttamynd

Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu

Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft.

Lífið
Fréttamynd

Leynilögga loksins frumsýnd á Íslandi

Kvikmyndin Leynilögga hefur slegið í gegn á kvikmyndahátíðum síðustu mánuði og fengið mikið lof gagnrýnenda erlendis. Eftir mikla eftirvæntingu var myndin frumsýnd í Egilshöll í gær.

Lífið
Fréttamynd

Drottningin lokaði vel heppnaðri hátíð

RIFF kvikmyndahátíðinni er lokið og var endað á sérstakri heiðurssýningu á kvikmyndinni Margrét - Drottning norðursins. Trine Dyrholm leikur Margréti í myndinni og var hún viðstödd.

Lífið
Fréttamynd

Sigur­partýið lét aðrar kosninga­vökur líta út eins og fermingar­veislur

Blaðamaður og ljósmyndari tóku púlsinn á öllum kosningarvökum flokkanna í gær. Tíu partý dreifð um allt höfuðborgarsvæðið og var stemningin mjög ólík á hverjum viðkomustað, allt frá rólegu kaffiboði í kirkju yfir í tónleika Herra Hnetusmjörs í troðfullu partýi Framsóknarmanna úti á Granda en þar var stemningin áberandi best. 

Lífið
Fréttamynd

Pallíettur og blöðruregnbogi á frumsýningu Æði 3

Fyrstu tveir þættirnir úr þriðju þáttaröðinni af Æði voru frumsýndir fyrir boðsgesti í Bíó Paradís í gær. DJ Dóra Júlía þeytti skífum á meðan gestir skáluðu með þeim Patta, Binna og Bassa áður en gestir færðu sig inn í bíósalinn.

Lífið
Fréttamynd

Sjóðheitt útgáfuboð fyrir vinsælustu bók landsins

Barnabókahöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hélt á dögunum sjóðheitt útgáfuboð tilefni af útgáfu bókarinnar Kennarinn sem kveikti í. Um er að ræða funheita barnabók og var þemað tekið alla leið í fjölmennu boðinu.

Lífið
Fréttamynd

Bókaþyrstir skáluðu í opnunarteiti Sölku

Salka hefur opnað nýja bókabúð á Hverfisgötu. Í henni má finna bækur íslenskra útgefenda og einnig úrval erlendra bóka. Eigendur Sölku eru Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær eru alvanar bóksölu og kynntust meira að segja í bókabúð.

Lífið