Neytendur

Fréttamynd

Kín­verski risinn sem herjar á evrópska neyt­endur

Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvetja fólk til að taka verð­merkingum í Hag­kaup með fyrir­vara

Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­þingi slátrar jafnræðisreglunni

Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald.

Skoðun
Fréttamynd

Hægir á verð­hækkunum mat­vöru

Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. 

Neytendur
Fréttamynd

„Gátum ekki setið og beðið enda­laust“

Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 

Neytendur
Fréttamynd

Fleiri snið­gengu en ekki

Fleiri slepptu því að horfa á keppniskvöld Íslands í Eurovision þriðjudagskvöldið 7. maí heldur en horfðu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar Prósents en þar kemur fram að tæplega þriðjungur þjóðarinnar hafi horft á umrætt Eurovision kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Sekta Ár­vakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna aug­lýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 

Neytendur
Fréttamynd

Tölum um neyt­enda­mál!

Neytendasamtökin efna til samtals um neytendamál við neytendur og sveitarstjórnir vítt og breitt um landið á næstu vikum.

Samstarf
Fréttamynd

Villta vestrið í gjald­töku bílastæða

Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða.

Neytendur
Fréttamynd

Ritskoðaður bjór fær blessun ÁTVR

ÁTVR hefur lagt blessun sína yfir uppfært útlit bjórs úr smiðju Brewdog sem væntanlegur er í vínbúðir á næstu vikum þar sem límmiða hefur verið límt yfir teiknaðan fugl. Á límmiðanum stendur „Ritskoðað af ÁTVR“, en ríkisfyrirtækið hafði áður hafnað að setja bjórinn í sölu þar sem varan væri talin höfða sérstaklega til barna eða ungmenna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bónorðsferðin í upp­nám vegna lé­legs pakkadíls

Jóhannes Lange og Anita Engley Guðbergsdóttir ganga í hjónaband í dag eftir átta mánaða trúlofun. Jóhannes bað Anitu í Feneyjum, í langþráðu ferðalagi. Þrátt fyrir að ferðin hafi endað með trúlofun fór flest annað úrskeiðis. 

Innlent
Fréttamynd

Að ó­breyttu endi málið með lögsóknum

Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin.

Innlent