Pílukast

Fréttamynd

Tvöfalt stærri úrvalsdeild hefst í kvöld

Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023 í pílukasti hefst í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Alls taka 32 keppendur þátt og deildin er því tvöfalt stærri í ár en í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“

Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey.

Golf
Fréttamynd

Ísland úr leik á HM eftir 4-2 tap gegn S-Afríku

Íslenska landsliðið hefur lokið leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti en liðið tapaði í gær seinni leik sínum á mótinu. Mótið fer fram í Frankfurt í Þýskalandi en þeir Hallgrímur Egilsson og Vitor Charrua kepptu fyrir Íslands hönd í J-riðli.

Sport
Fréttamynd

Tap í fyrsta leik á HM

Ísland tapaði fyrir Spáni í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fer fram í Frankfurt í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Utan vallar: Að falla [næstum] fyrir apríl­gabbi

Að vinna sem blaðamaður er í senn skemmtilegt og spennandi en getur þó einnig verið vandræðalegt þegar spurt er að vitlausum hlut eða misskilningur á sér stað. Þá eru dagar eins og 1. apríl sérstaklega erfiðir blaðamönnum.

Sport
Fréttamynd

Clayton og Cullen seinastir inn í 32-manna úrslit

Seinasti keppnisdagur heimsmeistaramótsins í pílukasti fyrir jól fór fram í kvöld þar sem átta manns tryggðu sér sæti í 32-manna úrslitum. Þar á meðal vann Jonny Clayton öruggan 3-0 sigur gegn Danny van Trijp og Joe Cullen hafði betur gegn Ricky Evans í seinustu viðureigninni fyrir jól.

Sport
Fréttamynd

Afmælisbarnið Anderson flaug í 32-manna úrslit

Skotinn fljúgandi, Gary Anderson, var meðal þeirra sem tryggðu sér sæti í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílkuasti í kvöld. Hann vann góðan 3-1 sigur gegn Madars Razma á 52 ára afmælisdaginn sinn.

Sport
Fréttamynd

Ísmaðurinn örugglega áfram en Sá einstaki lenti í basli

Ísmaðurinn Gerwyn Price, efsti maður heimslistans í pílu, er kominn í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir öruggan sigur gegn Luke Woodhouse í kvöld, 3-1. Portúgalinn José de Sousa þurfti hins vegar að snúa taflinu við er hann vann 3-2 sigur gegn Ástralanum Simon Whitlock.

Sport