Ísafjarðarbær

Fréttamynd

Sund­laugin lekur

Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna.

Innlent
Fréttamynd

Af­þakkaði verð­laun til að forðast vesen

Ekkert verður af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar árið 2023 þar sem listamaðurinn sem hlaut titilinn í ár hefur afþakkað hann. Áætlaðir fjármunir vegna verðlaunafjár bæjarlistarmannsins sem eru tvö hundruð þúsund krónur verða nýttir til frekari jólaskreytinga í sveitarfélaginu þess í stað. 

Menning
Fréttamynd

Fóru fram af hengju á snjóþotum

Tveir sem voru að renna sér á snjóþotum í Seljalandsdal fyrir ofan Ísafjörð við botn Skutulsfjarðar, fóru fram af hengju og eru taldir hafa fótbrotnað. Björgunarsveitir frá Ísafirði og Hnífsdal voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarsendir fór í gang við flutninga

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir sóttu um em­bætti HVest

Fjórir sóttu um embætti forstjóra HVest. Forstjóri sagði af sér í september. Núverandi og tímabundinn forstjóri er ekki meðal umsækjenda um starfið. 

Innlent
Fréttamynd

Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun

Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum

Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar

Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Bráðum kemur slydda og snjór...

Nú fer í hönd sá tími þar sem skrýtnar tilfinningar bæra á sér fyrir vegfarendur fyrir vestan, ekki síst á norðanverðum Vestfjörðum. Það er komið haust á dagatalinu þó enn sé sumarblíða víðsvegar um land.

Skoðun
Fréttamynd

Gylfi lætur af störfum sem for­stjóri

Gylfi Ólafs­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunar­tíma.

Innlent
Fréttamynd

Ís­firðingar opnir fyrir sam­einingu

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir sveitarfélagið opið fyrir viðræðum um sameiningu við Árneshrepp. Hreppsnefnd Árneshrepps lýsti í síðasta mánuði yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu og óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Arnar­lax boðar skráningu í Kaup­höllina síðar á árinu

Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða.

Innherji