Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Útflutningur lambs á hrakvirði

Meðalverð á lambakjöti í útflutningi fyrstu sjö mánuði ársins rétt losar 500 krónur á kílóið. Hefur lækkað um 300 krónur á tveimur árum. Lambalæri fara út á 600 krónur en bjóðast Íslendingum á rúmar 1.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Dýrara að særa konur en karla hjá hárskerum

Almennt greiða konur hærra verð en karlar fyrir klippingu. "Mjög óréttlátt,“ segir kona sem hefur kannað verðið á þrjátíu afgreiðslustöðum. Dómstóll í Danmörku hefur komist að því að dömu- og herraklipping sé ósambærileg

Innlent
Fréttamynd

Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana

Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs.

Innlent
Fréttamynd

Google ætlar að hætta að skanna Gmail

Notendur Gmail-tölvupóstþjónustu Google þurfa ekki lengur að óttast að fyrirtækið lesi tölvupósta þeirra. Google hefur tilkynnt að skönnun póstanna til að sníða auglýsingar að notendum verði hætt síðar á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Súperdósin hverfur af markaðnum

Eins og áður hefur verið greint frá verður á næstunni nokkuð breytt vöruframboð í dósum og gleri hjá Coca-Cola á Íslandi en fyrirtækið flytur nú inn gosdrykki í dósum og gleri frá Svíþjóð. Ein breytingin sem neytendur munu verða varir við er að 500 millilítra dós af kóki, betur þekkt sem súperdós, mun hverfa af markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Elín fengið sig fullsadda af óhreinskilni auglýsenda

Bloggarinn og förðunarfræðingurinn Elín Erna Stefánsdóttir birti nýverið færslu á Twitter þar sem hún fjallar um duldar auglýsingar sem bloggarar og samfélagsmiðlastjörnur dæla út til fylgjenda sinna í formi meðmæla. Sjálf hefur hún tileinkað sér að vera hreinskilin í allri sinni umfjöllun.

Lífið
Fréttamynd

„Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger“

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir Brúneggjamálið svokallaða endurspegla það hvernig hagsmunir neytenda séu afgangsstærð á Íslandi. Þeim sé sópað út af borðinu á meðan hagsmunir framleiðenda séu allsráðandi.

Innlent