NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

San Antonio NBA meistarar

Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 3 - Detroit 3

Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 3 - Detroit 2

Fyrstu fjórir leikirnir í einvígi San Antonio og Detroit voru lítið spennandi og unnust að jafnaði með um 20 stigum. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær dramatíkin hæfist í einvíginu og það var vel við hæfi að Robert Horry væri maðurinn til að sjá um þá hlið mála, en hann fór hamförum í lokin þegar San Antonio tryggði sér sigur 96-95, í framlengdum leik.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 2 - Detroit 2

Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71.

Sport
Fréttamynd

NBA í beinni á Sýn í kvöld

Fjórði leikur Detroit Pistons og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti í nótt.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 2 - Detroit 1

Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna.

Sport
Fréttamynd

Þriðji leikurinn í nótt

Detroit og San Antonio mætast í nótt í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-körfuboltans og verður leikurinn á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti. San Antonio er 2-0 yfir í einvíginu en næstu þrír leikir verða á heimavelli meistara Detroit.

Sport
Fréttamynd

Phil Jackson aftur til Lakers

Los Angeles Lakers hefur endurráðið Phil Jackson sem þjálfara liðsins. Jackson sagði af sér eftir síðustu leiktíð og þjálfaði ekkert á yfirstandandi keppnistímabili. Jackson hefur unnið níu NBA-meistaratitla með Chicago Bulls og Los Angeles og er sigursælasti þjálfari sögunnar ásamt Red Auerbach, fyrrverandi þjálfara Boston Celtics.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 2 - Detroit 0

San Antonio Spurs unnu nokkuð auðveldan 97-76 sigur á Detroit í öðrum leik liðanna á sunnudagskvöldið og hafa tekið góða 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu. Það var enn og aftur Manu Ginobili sem fór á kostum í liði Spurs og lagði grunninn að sigri þeirra.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 1 - Detroit 0

Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69.

Sport
Fréttamynd

Spurs-Pistons í beinni í kvöld

San Antonio Spurs og Detroit Pistons leika fyrsta leik sinn um NBA-titilinn í körfubolta í kvöld. Fyrstu tveir leikirnir verða á heimavelli San Antonio. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti en allir leikir úrslitaeinvígisins verða í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Miami 3 - Detroit 4

Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær.

Sport
Fréttamynd

Duncan klár í NBA úrslitin

Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs er klár í slaginn gegn Detroit Pistons í lokaúrslitum NBA og félagar hans eiga ekki til orð til að lýsa ánægju sinni með fyrirliðann, sem er að leika í sínum þriðja úrslitaleik á sex árum.

Sport
Fréttamynd

Miami 3 - Detroit 3

Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu.

Sport
Fréttamynd

Miami 3 - Detroit 2

Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Miami-Detroit í beinni í kvöld

Fimmti leikur Miami Heat og Detroit Pistons verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan tólf á miðnætti. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 og því má gera ráð fyrir hörkuleik í kvöld, þegar bestu lið austurdeildarinnar keppa um að tryggja sér sæti í úrslitunum gegn San Antonio Spurs.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 1 - San Antonio 4

San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix.

Sport
Fréttamynd

Miami 2 - Detroit 2

Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 1 - San Antonio 3

Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið.

Sport
Fréttamynd

Miami 2 - Detroit 1

Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 0 - San Antonio 3

Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið.

Sport
Fréttamynd

Detroit-Miami í beinni í kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu á Sýn á miðnætti í kvöld, þegar Detroit Pistons taka á móti Miami Heat í þriðja leiknum í úrslitum austurdeildar NBA.  Eftir tap á heimavelli í fyrsta leiknum, tók Flórídaliðið sig saman í andlitinu og sigraði í leik tvö, ekki síst vegna stórleiks Dwayne Wade, sem skoraði 40 stig.

Sport
Fréttamynd

Miami 1 - Detroit 1

Shaquille O´Neal hringdi í Dwayne Wade um miðja nótt og sagði honum að hengja ekki haus yfir slökum fyrsta leik sínum gegn Detroit. Hvort það var ræða stóra mannsins eða eitthvað annað er ekki gott að segja, en Wade skoraði 40 stig og leiddi Miami til sigurs á Detroit í nótt 92-86.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 0 - San Antonio 2

Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Miami 0 - Detroit 1

Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Suns-Spurs í beinni á Sýn í nótt

Körfuboltaveislan heldur áfram á sjónvarpsstöðinni Sýn í nótt, þegar annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar verður í beinni útsendingu <strong>klukkan eitt</strong> eftir miðnætti. Fyrsti leikur liðanna var frábær skemmtun og mikið var skorað, svo áhorfendur Sýnar eiga gott kvöld í vændum.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 0 - San Antonio 1

Phoenix Suns eru með öflugasta sóknarliðið í NBA deildinni, en San Antonio Spurs sýndu styrk sinn í fyrsta leik liðanna í gærkvöldi og sigruðu Suns, 121-114 á þeirra eigin heimavelli með því að sýna hvers besta varnarlið deildarinnar var megnugt hinumegin á vellinum.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 4 - Dallas 2

Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 4 - Seattle 2

Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas.

Sport
Fréttamynd

Dallas-Phoenix á Sýn í kvöld

Þeir sem hafa gaman að skemmtilegum körfubolta ættu ekki að missa af sjötta leik <strong>Dallas Mavericks og Phoenix Suns</strong> í undanúrslitum vesturdeildar um klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en leikurinn verður <strong>í beinni útsendingu á Sýn.</strong>

Sport