Matarvísir

Matarvísir

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Fiskur í hátíðarbúningi

Fiskur í einhverju formi getur verið góður kostur á jólaborðið. Þótt algengast sé að einhvernskonar kjöt sé haft í hátíðamatinn hér á landi þá eru ekki allir sem leggja sér það til munns af einhverjum ástæðum.

Matur
Fréttamynd

Ástarpungar

Þegar okkur bráðvantar eitthvað gott með kaffinu í hvelli er upplagt að steikja ástarpunga.

Menning
Fréttamynd

Á skytteríi saman

Hjónin Sigurður Magnússon matreiðslumaður og Margrét Pétursdóttir tanntæknir, alltaf kölluð Diddi og Magga, eru samhent og með sameiginleg áhugamál. Fyrir utan að vera leiðbeinendur í hundaskóla Hundaræktarfélagsins og með réttindi til að dæma hundaveiðipróf eru þau á kafi í veiðimennsku, hvort sem er með stöng eða byssu.

Menning
Fréttamynd

Kakó, kúrerí og kertaljós

Ef einhvern tíma er kakótími þá er það núna. Kakó er ekki bara gott heldur líka róandi og nýlega voru birtar rannsóknir sem leiddu í ljós að kakóbolli fyrir svefninn er meinhollur fyrir hjartað og fullur af vítamínum og andoxunarefnum.

Menning
Fréttamynd

Selaveisla árið 2004

Veislan hefur verið haldin í þó nokkur ár og er nú enn og aftur komið að henni. Veislan verður haldin í nýja Haukahúsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Menning
Fréttamynd

Pestókartöflur með kjöti og fiski

Kartöflur hafa lengi verið fastur punktur í mataræði okkar og lítið lát virðist vera á vinsældum þeirra. Kartöflur má matbúa á ótal vegu, sjóða, baka, steikja og stappa.

Menning
Fréttamynd

Skringilegir gosdrykkir

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Jones Soda í Seattle í Bandaríkjunum er ekki einn af gosrisunum, Coke eða Pepsi, en fyrirtækið hefur þó vaxið og dafnað á síðustu árum.

Menning
Fréttamynd

Steikt gæs

Gæsaveiðitímabilið stendur yfir og væntanlega eru ýmsir komnir með fugl í frystinn sem bíður þess að verða matreiddur og borinn á borð.

Menning
Fréttamynd

Lummur

Lummur eða klattar er bæði saðsamt og gott meðlæti með kaffi, mjólk eða kakói. Það kætir börnin í kaffitímanum og er líka sérlega fljótlegt að grípa til þegar gesti ber óvænt að garði.

Menning
Fréttamynd

Ný matreiðslubók

Ný matreiðlsubók hefur litið dagsins ljós. Hún heitir Fiskréttir Hagkaupa og er skrifuð af fimm meistarakokkum, þeim Sigurði Hall, Úlfari Eysteinssyni, Jóni Arnari Guðbrandssyni, Rúnari Gíslasyni og Sveini Kjartanssyni.

Menning
Fréttamynd

Nornir og forynjur á hrekkjavöku

Á sunnudaginn er allra heilagra messa samkvæmt kaþólskum sið, en þá fara nornir, forynjur og hverskyns kynjakvistir á kreik. Það er ekki hefð fyrir því að halda upp á hrekkjavökuna á Íslandi þó Íslendingar sem hafa verið búsettir í útlöndum haldi fast í þessa skemmtilegu hátíð og festi hana gjarnan í sessi í eigin fjölskyldu.

Menning
Fréttamynd

Skerum út grasker um helgina

<font face="Helv"> </font>Útskurður á graskerjum: Graskerið þarf helst að vera frekar stórt. Fræin eru hreinsuð úr. Sniðugast er að teikna mynd á pappír og pota með títuprjóni í gegnum myndina á graskerið.

Menning
Fréttamynd

Leynivopnið í eldhúsinu

"Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring."

Menning
Fréttamynd

Karelíubaka

Karelíubaka, eða Karjalan piirakka eins og hún heitir á frummálinu, er finnskur réttur sem er mjög vinsæll í heimalandinu og má segja að sé einn af þjóðarréttum Finna. Hægt er að kaupa bökuna frosna úti í næstu hverfisverslun í Finnlandi og þá í mismunandi stærðum en skemmtilegra er þó að baka hana sjálfur frá grunni.

Menning
Fréttamynd

Grænmeti í áskrift

"Ég hafði samband við Olís með þessa hugmynd og þeim leist svo vel á þetta að þeir stukku til," segir Þórður G.Halldórsson hjá Græna hlekknum sem dreifir lífrænt ræktuðu grænmeti til einstaklinga í áskrift.

Menning
Fréttamynd

Mjúk og bragðgóð

Risarækjueldi Orkuveitu Reykjavíkur hefur gengið vel. Fyrsta uppskeran var matreidd og brögðuð í gær og fannst stjórnarformanninum rækjan hið mesta lostæti. Orkuveitan stefnir á að koma eldinu í hendur annarra.

Menning
Fréttamynd

Súpusumarið mikla í Hlaðvarpanum

Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum.

Menning
Fréttamynd

Aðalréttur Ólympíufara

Hér kemur uppskrift að aðalréttinum sem okkar snjalla landslið í matreiðslu mun bera fram á ólympíuleikum í matreiðslu sem framundan er í Erfurt í Þýskalandi. Uppskriftin er miðuð við fjóra í mat.

Menning
Fréttamynd

Vill eitthvað fljótlegt í kvöldmat

Dæmigerð nútímakona í krefjandi vinnu og með börn sem eru komin nokkuð á legg ver æ minni tíma við matargerð. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi er dæmi um svona konu því hún vinnur oft langan vinnudag og er ekki komin heim fyrr en langt er liðið fram yfir hefðbundinn kvöldverðartíma.

Menning
Fréttamynd

Mör og blóð í bala

Nú stendur sláturtíð sem hæst, þótt það sé reyndar löngu af sem áður var að heilu fjölskyldurnar sameinuðust í þvottahúsinu við saumaskap á vömbum, blóðhræru í bölum og mör út um allt. Það er þó enn til fólk sem tekur slátur á hverju ári, enda slátur með afbrigðum hollur og góður matur og afskaplega ódýr.

Menning
Fréttamynd

Staðreyndir um túnfisk

Fyrir 25 árum keypti fólk ekki túnfisk nema handa kettinum sínum. Þá kostaði hálft kíló nokkra aura. Nú borgar fólk 4.000 krónur fyrir hálft kíló af túnfiski og engum dytti lengur í hug að kaupa hann handa kettinum.

Menning
Fréttamynd

Sætar kartöflur

Sætar kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku og er getið í perúvískum heimildum frá 750 fyrir Krist. Þær eru ólíkar venjulegum kartöflum í útliti og minna meira á ofvaxnar brúnar gulrætur en nokkuð annað.

Menning
Fréttamynd

Sushi í hvert mál

"Það er ekkert mál fyrir mig að segja hver uppáhaldsmaturinn minn er," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman, leikkona og leikskáld, aðspurð um besta mat í heimi. "Ég er ástfangin upp fyrir haus af sushi. Ég gæti borðað það í hvert mál."

Menning