Leikjavísir

Leikjavísir

Playstation, Nintendo, Xbox, PC og snjalltæki. GameTíví, íslenski leikjabransinn, fréttir að utan, gagnrýni og almennt fjör.

Fréttamynd

BF2: Special Forces tilkynntur

Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum.  Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir.

Leikjavísir
Fréttamynd

Microsoft kynnir útgáfu Xbox 360

Leikjarisinn Microsoft er nú að kynna væntanlega útgáfu fyrir Xbox 360 á Xbox Summit 2005 í Tokyo, Japan. Yfir 50 Japönsk útgáfufyrirtæki hafa tilkynnt að þau muni framleiða fyrir vélina sem mun koma á markað í enda árs samtímis í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Madagascar

Madagascar er leikur sem byggist á söguþræði og sögupersónum í samnefndri kvikmynd sem hefur verið sýnd við miklar vinsældir hér á Klakanum. Við fylgjum 4 dýrum: Alex, Marty, Gloria og Melman, þegar þau flýja úr dýragarðinum í Central Park. Seinna eru þau handsömuð og sett á flutningaskip, en enda fyrir slysni á eyjunni Madagascar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Rockstar eru sekir

Hot Coffee hneykslið hefur náð suðupunkti nú þegar allur vafi hefur verið fjarlægður varðandi það hver ber ábyrgð á kynlífsleikjunum sem uppgötvuðust í GTA: San Andreas. Þetta mál hefur vakið gífurlegt umtal í Bandaríkjunum, enda hafa GTA leikirnir alltaf valdið miklum deilum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Geist kemur loksins út á GameCube

Draugaleikurinn Geist átti upprunalega að koma út haustið 2004, en líkt og Half Life 2, hefur hann þurft að þola sífelldar frestanir, og margir leikmenn hafa ekki verið sáttir. Núna hefur þróandi leiksins n-Space loksins gefið út fastan útgáfudag, og núna segjast þeir vera búnir að klára leikinn og honum verði ekki frestað lengur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Legend of Heroes á PSP

Notendur PSP tölvunnar í Bandaríkjunum hafa kvartað mikið yfir skorti á RPG leikjum fyrir vélina, en sú bið er brátt á enda. Tölvuleikjafyrirtækið Bandai hefur tilkynnnt að þeir ætli að gefa út RPG leik í sumar sem á að standast allar kröfur hörðustu aðdáenda RPG leikja.

Leikjavísir
Fréttamynd

Netslagurinn er hafinn

Teiknimyndafyrirtækið Marvel Comics hefur tilkynnt að þeir hafi gert samning við Microsoft sem geftur Microsoft einkarétt á öllum Multiplayer Online leikjum sem byggðir eru á persónum í eigu Marvel Comics.

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA San Andreas aftur í fréttum

Grand Theft Auto serían er komin aftur í fréttirnar, nú fyrir svokallaðan Hot Coffee kóða sem opnar fyrir kynlífsleiki í leiknum. Nú getur Carl heimsótt vinkonur sínar og notið ástarleikja með tilheyrandi stellingum og tækni.

Leikjavísir
Fréttamynd

Óli í GeimTíVí dæmir God Of War

Óli í GeimTíví þáttunum er gestadómari að þessu sinni og dæmir hann hinn magnaða God Of War fyrir Playstation 2. Í upphafi leiksins God of War stendur aðalsöguhetjan, Kratos, á bjargbrún og sér enga aðra leið útúr kvölum sínum en að láta sig flakka niður.  Ástæðan er sú að Kratos hefur selt stríðsguðinum sál sína og hefur liðið vítiskvalir fyrir.  En á síðustu stundu birtast bjargvættir í formi grísku guðanna og bjóðast til að leggja sitt að mörkum svo Kratos geti endurheimt sál sína og sigrast á stríðsguðinum. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Doom frumsýnd á Íslandi í oktober

Kvikmyndin sem gerð er eftir hinum ofurvinsæla tölvuleik Doom er nú á loka vinnslustigi. Myndin verður frumsýnd 21. október í Bandaríkjunum. Myndin var tekin upp í Prag 2004, leikstýrð af hinum pólska Andrzej Bartkowiak (Romeo Must Die, Exit Wounds).

Leikjavísir
Fréttamynd

Sin City sms leikur

Þeir sem vilja eignast miða á hina svakalega flottu Sin City ættu að smella <a title="Smelltu hér til að taka þátt!" href="http://www.btnet.is/myndefni/SMSLeikur/sin/visir/" target="_blank">hér</a> til að fá upplýsingar um hvernig má taka þátt í léttum SMS leik og þar með eiga séns á að næla sér í eins og eitt stykki.

Leikjavísir
Fréttamynd

Singstar serían seld í 2 milljónum

Nú hefur SingStar serían selst í meira en 2 milljónum eintaka, og þar með hefur Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) náð að koma á markað enn einni vinsælli nýjung fyrir PlayStation 2. Leikurinn er gerður af London Studio, sem er í eigu SCEE, og var SingStar stærsta nýjungin í tölvuleikjageiranum í Evrópu árið 2004, og fetar þar með í fótspor metsöluleikja á borð við EyeToy seríuna (stærsta nýjung árið 2003) og The Getawa (stærsta nýjung árið 2002).

Leikjavísir
Fréttamynd

Imperial Glory

Pyros studios sem færðu manni Commandos seríuna eru nú komnir í napóleons tímann sem einkenndist af styrjöldum, pólitík og eilífu valdatafli. Leikurinn er háður á tímabilinu 1789-1830 og hefst við fæðingu stjórnarbyltinguna sem skildi Evrópu eftir á tímamótum. Imperial Glory býður spilaranum uppá að stjórna 5 veldum þess tíma. Bretlandi, Frakklandi, Austurríki, Prússlandi og Rússlandi. Öll veldin eru með sínar sérstöður og sína eigin tækni en eru einnig ólík landfræðilega séð og efnahagslega. Til að mynda nýtur Stóra Bretland þess að hafa haf sér til verndunar gegn innrásum og Rússland ótrúlegt landflæmi.

Leikjavísir
Fréttamynd

Max Payne á hvíta tjaldið

Kvikmyndafyrirtækin í Hollywood eru í miklum ham þessa daganna með nýjar tilkynningar fyrir kvikmyndum sem eru framleiddar eftir tölvuleikjum. Nýjasta fregnin úr borg englanna er sú að 20th Century Fox hefur hafið samstarf við Collision Entertainment til að gera mynd eftir hinum frábæra Max Payne sem kom út árið 2001.

Leikjavísir
Fréttamynd

Nintendo selja milljón DS í Evrópu

Nintendo hefur nú selt milljón DS vélar í Evrópu samkvæmt nýjustu tölum frá fyrirtækinu. 250.000 stykki hafa selst eingöngu í Bretlandi. Nintendo fór ágætlega af stað með 500.000 seld eintök á fyrstu þrem sölumánuðunum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Quake kemur í næstu kynslóð síma

Seinna á þessu ári mun hinn þrælgóði Quake sem gefin var út 1996 mæta í farsíma. Útgáfan sem birtist í farsímum er fyrir næstu kynslóð síma sem ráða við þrívíddarumhverfi.

Leikjavísir
Fréttamynd

Frír War Of The Worlds netleikur

kvikmyndin War Of The Worlds verður frumsýnd á næstunni hér á landi. Þeir sem vilja gíra sig upp fyrir myndina geta spilað netleiki á heimasíðu myndarinnar. Slóðin er <a href="http://www.waroftheworlds.com/">www.waroftheworlds.com</a>

Leikjavísir
Fréttamynd

BF2 tætir upp söluna á Íslandi

Battlefield 2 kom í verslanir núna fyrir helgina og hreinlega rauk úr hillunum enda beðið með mikilli eftirvæntingu. Í samtali við Óla í Senu sem flytur leikinn inn. Fóru öll tvöþúsund stykkin sem komu til landsins í verslanir. Fjögur hundruð stykki voru í boði í forsölu en rúmlega þúsund stykki voru seld á fyrstu tveim dögum sem telst virkilega gott hérna á Íslandi.

Leikjavísir
Fréttamynd

Kvikmyndir fyrir PSP vinsælar

Sala á kvikmyndum fyrir Sony PSP handtölvuna fer vel af stað í Bandaríkjunum. Myndirnar sem eru á sérstökum UMD diskum hafa náð vel yfir 200.000 í sölu og reikna má með að salan sé komin í hálfa milljón stykkja.

Leikjavísir
Fréttamynd

Jenni dæmir Midnight Club 3

Rockstar games þeir hinir sömu og færðu okkur Grand theft auto eru hér komnir með nýjan leik í Midnight club seríunni eða Midnight club 3 dub edition. Midnight club er bílaleikur þar sem keppt er inn í borgum í brjálaðri umferð á ýmist sportbílum, eðalvögnum, chopperum, götuhjólum, hummerum eða jeppum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Foreldrar taka ekki mark á ELSPA

Samkvæmt nýlegri rannsókn sem Svissneska fyrirtækið Modulum gerði fyrir ELSPA sýnir að foreldrar taka ekki mark á merkingum sem banna leiki. Foreldrar eru meðvitaðir um merkingarnar en nota þær frekar til hliðsjónar en ekki sem viðvörun um innihald leikja sem eru bannaðir börnum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Vangaveltur um útgáfudag PS3

Sony hefur ekki gefið fasta dagsetningu hvenær Playstation 3 kemur á markað í Evrópu. Forstjóri Sony Computer Entertainment Europe, David Reeves sagði að fólk gæti orðið fyrir óvæntum glaðning.

Leikjavísir
Fréttamynd

Krúsi skrifar um Tekken 5

Jæja þá er hann loksins kominn tekken 5 .Eftir hrikalega bardaga svefnlausar nætur og mikið Adrenalín var maður sannfærður um að ekki væri hægt að toppa þetta...Það voru tímarnir. Adrenalínið byrjar þegar maður heldur á leiknum og er að setja hann í tölvuna.  Að spila þennan leik er hreint út sagt magnað, hraðinn og grafíkin er geðveik. Greinilegt er að þeir nýta Playstation 2 tæknina í botn og hvað gerist þegar PS3 kemur.. uss!

Leikjavísir
Fréttamynd

Þingmaður reynir að banna leik

Öldungadeildar þingmaðurinn Charles Schumer frá New York er að reyna að banna leikinn 25 To Life frá Eidos Interactive. Schumer segir leikinn lækka siðgæðismörkin með því að spilarar geti drepið lögreglumenn í leiknum og notað vegfarendur sem mannlega skildi.

Leikjavísir
Fréttamynd

Silent Hill á hvíta tjaldið

Leikjaserían Silent Hill hefur hrætt margan spilaran í gegnum tíðina enda mikil hrollvekja þar á ferð. Nú hefur Hollywood tekið við sér og er fyrsta Silent Hill kvikmyndin í framleiðslu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Lego Star Wars

Lego og Star Wars? Hverjum hefði dottið það í hug? En það sem hljómaði eitt sinn sem hálffáránleg hugmynd er núna orðið að veruleika, og hefur verið að gera góða hluti. Eins og nafnið bendir til gefur leikurinn manni kost á því að spila sér leið í gegnum allar 6 Star Wars myndirnar með öllum persónunum úr myndunum, en þær eru núna í Legoformi, rétt eins og allur alheimurinn. Gjörsamlega ALLT sem er til í heimi George Lucasar hefur verið rifið niður og endurbyggt með Lego kubbunum sem allir ættu að þekkja.

Leikjavísir
Fréttamynd

Star Wars 3: Revenge Of The Sith

Nú þegar síðasta Stjörnustríðsmyndin hefur verið frumsýnd er hægt að spyrja sig hvort LucasArts muni draga úr útgáfu á leikjum byggða á þessum vinsælu myndum. Svarið er nei enda nóg af efnivið til að vinna úr og margvíslegir möguleikar í boði. Það er sjálfgefið að nýjir stjörnustríðsleikir eru gefnir út samhliða frumsýningu stjörnustrísmyndar og er Revenge Of The Sith engin undantekning.

Leikjavísir
Fréttamynd

Fyrsta Singstar keppnin haldin

Á fimmtudaginn 16. júní var fyrsta Singstar keppnin haldin á veitingastaðnum Glaumbar. Færri komust að en vildu og myndaðist góð stemming í salnum þegar keppnin hófst. Jafnt kynjahlutfall var í keppendahópnum og voru rokklög vinsæl hjá keppendum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Agent 47 mætir til Hollywood

Kvikmyndaútfærsla er nú í bígerð af Hitman seríunni vinsælu sem er framleidd af Eidos Interactive. 20th Century Fox mun framleiða myndina sem mun koma hinum sterka Agent 47 upp á hvíta tjaldið.

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA SA Svindl fyrir Xbox

Hér eru fyrstu svindlin fyrir Grand Theft Auto: San Andreas á Xbox. Fleiri svindl bætast í sarpinn síðar. Athugið að notkun á svindlum geta haft áhrif á spilun leiksins ef þau eru vistuð.

Leikjavísir