Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

For­seta­fram­bjóðandi með sömu tölu og Jesú

Nafna og talnafræði hafa sumir fræðimenn síðustu alda talið vera lykilinn til að afhjúpa leynda spádóma í biblíunni. Eitt af því sem vakið hefur athygli nafna og talnafræðinga, er sú staðreynd að Kristur er táknaður með tölunni 888.

Skoðun
Fréttamynd

Helmingi dræmari kjör­sókn nú en í síðustu for­seta­kosningum

Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Með rétt­lætið að leiðar­ljósi

Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín eða Halla Hrund?

Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt.

Skoðun
Fréttamynd

Sterk, rök­föst og rétt­sýn rödd

Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta.

Skoðun
Fréttamynd

Helga Þóris­dóttir - Minn for­seti

Margir einstaklingar eru í kjöri til forseta Íslands að þessu sinni. Að mínu mati eru nokkrir frambærilegir kostir en einn aðili ber af, nefnilega Helga Þórisdóttir. Forseti Íslands þarf að vera fróður, ópólítískur, koma vel fram, hlusta á þjóðina og hafa skilning á þeim vandamálum sem að steðja á þeim tímum sem við lifum á.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum Katrínu Jakobs­dóttur

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og mér var líka kennt að bera djúpstæða virðingu fyrir þeim einstaklingum sem gegna því. Þó ég sé fædd fyrir lýðveldistökuna man ég lítið eftir Svein Björnssyni. 

Skoðun
Fréttamynd

Bíllinn í happ­drætti Ástþórs úr hans eigin smiðju

Fyrsti vinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda, rafbíll af gerðinni Hupmobile, er ekki enn til. Einu ummerkin um Hupmobile á veraldarvefnum eru vefsíða framleiðandans, sem skráð er á Islandus group, fyrirtæki Ástþórs. Ástþór segir það enga tilviljun, hann eigi merkið.

Innlent
Fréttamynd

Tekur til varna eftir stuðningsyfirlýsingu við Katrínu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, tekur til varna á Facebook-síðu sinni eftir að hafa upplýst að atkvæði hans í komandi forsetakosningum færi til Katrínar Jakobsdóttur. Yfirlýsingin vakti mikla athygli og var meðal annars spurt hvort einhver óprúttinn hefði komist í tölvu verkalýðsforkólfsins.

Innlent
Fréttamynd

Breytum reiði í gleði

Ég var bara ungur sveinn en ég man svo vel eftir reiðinni sem var í samfélaginu eftir hrunið. Fólki fannst stjórnmálin hafa brugðist og kerfið allt. Ég skildi það ekki allt þá en ég fann reiðina sem kraumaði undir niðri. 

Skoðun
Fréttamynd

Góður mál­svari ís­lenskrar menningar

Ég hafði verið forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins í átta ár, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2009. Frá fyrsta degi sýndi hún málefnum fornleifa brennandi áhuga, rétt eins og öðrum sviðum menningarmála. Hún var sú fyrsta af ráðherrum málaflokksins sem þáði boð um að koma í heimsókn og kynna sér hvað starfsfólk Fornleifaverndarinnar var að fást við. Hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Hún var þægileg, áhugasöm og jákvæð. Ég var ekki alltaf sátt við niðurstöður ráðuneytisins en öll okkar samskipti voru hreinskiptin og fagleg.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir í tveggja turna tal

Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga.

Innlent
Fréttamynd

„Þegar hann loksins náði að bjóða mér út missti ég hnén“

Makar þriggja forsetaframbjóðenda voru gestir Pallborðsins sem lauk fyrir stundu. Í myndverið mættu þau Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Gnarr eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur og fór sérlega vel á með þeim.

Innlent
Fréttamynd

Svona var Pall­borðið með mökunum

Makar þriggja forsetaframbjóðenda verða gestir Pallborðsins á Vísi sem hefst í beinni útsendingu klukkan 14 í dag. Í myndver mæta Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Jóhannsdóttir eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar og kíg­hósti

Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. 

Skoðun
Fréttamynd

Baldur fýkur ekki eftir vindi

Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgi Höllu hrundi eftir kappræðurnar á RÚV

Marktæk breyting varð á fylgi Höllu Hrundar Logadóttur, forsetaframbjóðanda, eftir kappræðurnar á RÚV 3. maí síðastliðinn. Fyrir kappræðurnar sögðust 33 prósent ætla að kjósa Höllu en tæplega 23 prósent eftir kappræðurnar. 

Innlent
Fréttamynd

Ástþór Magnús­son í spá­dómum?

Í bókinni Nostradamus og spádómarnir um Ísland, má lesa eftirfarandi á b.l.s 29; Ísland verður eins og ljósdepill í myrkvuðum heimi og þá munu Íslendingar taka sér fyrir hendur að leysa viðfangsefni, sem mikla blessun munu hafa í för með sér fyrir allt mannkynið.

Skoðun
Fréttamynd

Minnis­leysi eða þekkingar­skortur?

Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Facebook bannar Ástþóri að aug­lýsa

Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað.

Innlent