Körfubolti

Martin og fé­lagar hófu úr­slita­keppnina á stór­sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson og félagar hans fara vel af stað í úrslitakeppni þýska körfuboltans.
Martin Hermannsson og félagar hans fara vel af stað í úrslitakeppni þýska körfuboltans. Mathias Renner / City-Press GmbH Bildagentur via Getty Images

Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin fara vel af stað í úrslitakeppni þýska körfuboltans, en liðið vann 26 stiga sigur gegn Bonn í dag, 94-68.

Alba Berlin hafnaði í öðru sæti deildarinnar og Bonn því sjöunda og því gerðu flestir ráð fyrir því að Martin og félagar væru sigurstranglegra liðið.

Heimamenn í Alba Berlin leiddu með þremur stigum að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var kominn upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 41-31.

Áfram héldu Martin og félagar að auka forskot sigg jafnt og þétt í síðari hálfleik og liðið hafði 17 stiga forskot þegar komið var að lokaleikhlutanum. Liðsmenn Alba Berlin hleyptu gestunum aldrei nálægt sér á lokakafla leiksins og unnu að lokum öruggan 26 stiga sigur, 94-68.

Martin var drjúgur í liði Alba Berlin og skoraði átta stig fyrir liðið. Hann tók einnig eitt frákast og gaf þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×