Enski boltinn

Man. United sagði konunum ekki frá á­kvörðuninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ella Toone er ein stæsta stjarna Manchester United og enn fremur leikmaður enska landsliðsins.
Ella Toone er ein stæsta stjarna Manchester United og enn fremur leikmaður enska landsliðsins. Getty/Marc Atkins

Manchester United tók ákvörðun sem varaði leikmenn karla- og kvennaliðs félagsins en konurnar fengu ekki að vita af því.

Leikmenn kvennaliðs United færðu félaginu fyrsta titilinn sinn á þessu tímabili þegar þær urðu bikarmeistarar um síðustu helgi.

Konurnar fengu aftur á móti ekki að vita af því, áður en það varð opinbert, að félagið hafi ákveðið að aflýsa verðlaunakvöldverð leikmanna liðsins í ár.

Leikmenn kvennaliðsins fréttu nefnilega af þessu í gegnum net- og samfélagsmiðla. ESPN segir frá.

Ástæðan fyrir því að verðlaunahátíðin fer ekki fram að þessu sinni er þó ekki slakt gengi karlaliðsins heldur vandamál með tímasetningu vegna bikarúrslitaleiks karlaliðsins 25. maí.

United menn mæta þar Manchester City á Wembley og geta þar með leikið eftir afrek kvennaliðsins sem vann Tottenham í bikarúrslitaleik sínum.

Nokkrir leikmenn kvennaliðsins höfðu fært til sumarfríin sín til að komast á verðlaunahátíðina og voru því enn svekktari fyrir vikið þegar fréttirnar bárust loksins til þeirra.

Lokaleikur kvennaliðsins er á laugardaginn á móti Chelsea og verðlaunakvöldverðurinn átti að vera í vikunni á eftir. Nú verður ekkert að því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×