Innlent

Um­ferðar­slys vegna símanotkunar, bana­til­ræði að for­sætis­ráð­herra og mýflugnafaraldur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Rekja má fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri. Allt að 200 slasast hérlendis vegna þessa á hverju ári. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forsætisráðherra Slóvakíu liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hann var skotinn ítrekað. Forseti landsins segir árásina ekki einungis árás á manninn heldur á lýðræðið sjálft.

Píratar hafa gert verulegar athugasemdir við tvö frumvörp dómsmálaráðherra, sem lögð er áhersla á að afgreidd verði á vorþinginu. Um tvær vikur eru fram að sumarfríi og liggur mikið á að afgreiða málin.

Óvenjumargar mýflugur hafa gert íbúum Vatnsendahverfis í Kópavogi lífið leitt síðustu daga. Grunnskólabörn hafa neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Vatnalíffræðingur segir þróunina hins vegar jákvæða og að hún sýni fram á heilbrigt vistkerfi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 15. maí 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×