Innlent

Arnar Þór vantaði sex með­mæli upp á

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Arnar þór Jónsson forsetaframbjóðandi í Pallborðinu á föstudag. 
Arnar þór Jónsson forsetaframbjóðandi í Pallborðinu á föstudag.  Vísir/Vilhelm

Forsetaframbjóðandann Arnar Þór Jónsson vantaði sex meðmæli til þess að ná lágmarksfjölda undirskrifta eftir yfirferð Landskjörstjórnar í gær. Hann segist hafa leyst málið strax.

„Það eina sem vantaði upp á voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það bara strax í gær. Þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. 

Aðspurður hvort símtalið frá Landskjörstjórn hafi komið honum á óvart segist hann við öllu búinn. „Það geta fallið brott einstaka atkvæði ef fólk skrifar tvisvar sinnum undir,“ segir hann.

Arnar Þór er í hópi nokkurra forsetaframbjóðenda sem fengu símtal frá Landskjörstjórn þess efnis að þá vantaði fleiri meðmæli til þess að þau næðu upp í fimmtán hundruð. 

Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir og Eiríkur Ingi Jóhannsson stofnuðu öll til annarrar söfnunar á vef Island.is í gær til þess að safna þeim undirskriftum sem upp á vantaði. 

Ástþór og Helga sögðust bæði hafa náð lágmarksfjöldanum á ný á örskotsstundu. Eiríkur Ingi birti færslu í gær þar sem hann sagðist vanta fimmtán undirskriftir til viðbótar í Sunnlendingafjórðungi. Ekki er vitað hvort fleiri frambjóðendur hafi þurft að safna fleiri meðmælum. 


Tengdar fréttir

Helga lenti einnig í vandræðum

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi fékk skilaboð frá kjörstjórn um að hana vantaði nokkrar undirskriftir til viðbótar eftir yfirferð. Hennar fólk var fljótt að bregðast við og náði hún lágmarkinu aftur „á núll einni“.

Ei­ríkur og Ást­þór fá frest til að bæta við undir­skriftum

Forsetaframbjóðendurnir Ástþór Magnússon og Eiríkur Ingi Jóhannsson fá báðir frest til klukkan fimm á morgun til þess að safna örfáum undirskriftum til viðbótar. Ástþór segir fleiri undirskriftir hafa dottið út hjá sér en venjulega. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×