Enski boltinn

Jesus klár í slaginn með Arsenal

Aron Guðmundsson skrifar
Gabriel Jesus gæti spilað sinn fyrsta á leik á tímabilinu á morgun
Gabriel Jesus gæti spilað sinn fyrsta á leik á tímabilinu á morgun Vísir/Getty

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal hóf blaðamannafund sinn í dag, fyrir leik liðsins gegn Fulham á morgun, á því að færa stuðningsmönnum liðsins góð tíðindi. Framherjinn Gabriel Jesus er klár í slaginn með liðinu. 

Jesus missti af fyrstu tveimur leikjum Arsenal á tímabilinu eftir að hafa meiðst á hné á undirbúningstímabilinu. Meiðsli sem urðu til þess að hann þurfti að fara í aðgerð. 

Brassinn sneri hins vegar aftur til æfinga með Arsenal í vikunni og hefur æft af krafti. 

„Hann er klár í slaginn,“ sagði Mikel Arteta á blaðamannafundi Arsenal í dag er hann var spurður út í stöðuna á Jesus. 

Arsenal hefur unnið báða leiki sína til þessa á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gegn Nottingham Forest og Crystal Palace. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×