Fótbolti

Sjáðu þrumu­fleyg Höskulds í Sam­bands­deildinni

Aron Guðmundsson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem verður í eldlínunni í Norður-Makedóníu í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem verður í eldlínunni í Norður-Makedóníu í dag. Vísir/Hulda Margrét

Breiða­blik er komið með annan fótinn inn í riðla­keppni Sam­bands­deildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu í gær.

Eina mark leiksins skoraði fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, á 35.mínútu en um var að ræða glæsilegt mark þar sem að magnað einstaklingsframtak Höskuldar gaf ríkulega af sér. 

Klippa: Mark Höskuldar fyrir Breiðablik gegn Struga

Liðin mætast í seinni viðureign sinni eftir rétt tæpa viku á Kópavogsvelli. Sigurvegarinn úr einvígi liðanna mun tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 

Blikar því einu skrefi frá því að verða fyrsta íslenska félagsliðið í karlaflokki til þess að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var stoltur af sínum mönnum eftir leik. Hann metur úrslitin sem mjög gott veganesti inn í seinni leik liðanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×