Innlent

Hugi að ferða­lögum og dýrum vegna stormsins á morgun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir nær alla landshluta á morgun, þann 23. maí.
Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir nær alla landshluta á morgun, þann 23. maí. Vísir/Vilhelm

Far­þegar á leið til út­landa eru beðnir um að vera á varð­bergi og fylgjast vel með veður­spám næstu tvo daga. Þá eru bændur og aðrir bú­fjár­eig­endur hvattir til að huga að dýrum sínum vegna ó­veðursins.

Þetta kemur meðal annars fram í til­kynningu Isavia til far­þega og Dýra­verndunar­sam­bands Ís­lands. Til­efnið eru gular veður­við­varanir á nær öllu landinu vegna suð­vestan hvass­viðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun.

Eini lands­hlutinn sem virðist sleppa við veðrið verður Austur­land en þar eru ekki í gildi gular við­varanir. Við­varanirnar taka gildi víðast hvar fyrir há­degi á morgun og segir Veður­stofa Ís­lands að ferða­veður verði vara­samt. Fólk er auk þess hvatt til að huga að lausa­munum.

Mögu­leiki á að flug raskist

Isavia biðlar til far­þega um að fylgjast vel með upp­lýsingum um flug­tíma á vef Isavia og upp­lýsingum um á­stand vega á vef Vega­gerðarinnar næstu tvo daga.

„Vegna veðurs getur orðið röskun á flugi til og frá Kefla­víkur­flug­velli og um innan­lands­flug­velli frá morgni þriðju­dagsins 23. maí og fram eftir morgni mið­viku­daginn 24. maí 2023. Veður­spá gerir ráð fyrir tölu­verðum vindi og ein­hverri úr­komu.“

Þá segir í til­kynningu frá Dýra­verndar­sam­bandi Ís­lands að mikil­vægt sé að bændur hugi að dýrum sínum. Sér­stak­lega ung­viði eins og fol­öldum og lömbum sem gætu of­kælst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×