Innlent

Bein út­sending: BHM kynnir á­herslur sínar í kjara­við­ræðum

Atli Ísleifsson skrifar
Friðrik Jónsson er formaður BHM.
Friðrik Jónsson er formaður BHM. Vísir/Arnar

Fulltrúar BHM munu kynna sameiginlegar áherslur allra aðildarfélaga sinna í kjaraviðræðunum framundan á opnum fundi í Grósku í Reykjavík sem hefst klukkan 9:30.

Friðrik Jónsson, formaður BHM og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, munu kynna áherslur aðildarfélaganna 27.

Auk þess verður kynnt ný skýrsla um virði menntunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gefur út sama dag í samstarfi við BHM.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×