Íslenski boltinn

Fylkir fallinn | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar fagna.
KR-ingar fagna. vísir/ernir
KR sendi Fylki niður í 1. deild með 3-1 sigri í leik liðanna í 16. umferð Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Fylkiskonur þurftu allavega að ná í stig í leiknum í kvöld til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni. En það tókst ekki þrátt fyrir að útlitið hafi verið gott lengi vel.

Maruschka Waldus kom Fylki í 0-1 á 13. mínútu og þannig var staðan allt fram á 64. mínútu þegar Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði metin.

Það var Katrín Ómarsdóttir sem tryggði KR sigurinn með tveimur mörkum. KR er því öruggt með sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

Í hinum leik kvöldsins gerðu FH og Grindavík markalaust jafntefli.

FH er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig en Grindavík er í því áttunda með 15 stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.

vísir/ernir
vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×