Íslenski boltinn

Elín Metta með þrennu í stórsigri Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Metta er komin með 14 mörk í Pepsi-deildinni í sumar.
Elín Metta er komin með 14 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. vísir/ernir
Elín Metta Jensen skoraði þrennu þegar Valur rúllaði yfir Hauka, 8-0, í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Valskonur eru áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 34 stig. Haukar eru sem fyrr með sitt eina stig á botninum.

Leikurinn var aðeins þriggja mínútna gamall þegar Elín Metta kom Val yfir.

Arna Sif Ásgrímsdóttir bætti öðru marki við á 24. mínútu, sjö mínútum síðar skoraði Anisa Raquel Guajardo þriðja markið og fjórum mínútum fyrir hálfleik gerði Elín Metta sitt annað mark.

Hún fullkomnaði svo þrennuna á 69. mínútu þegar hún skoraði sitt fjórtánda mark í Pepsi-deildinni í sumar.

Stefanía Ragnarsdóttir, Vesna Elísa Smiljkovic og Hlín Eiríksdóttir bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 8-0, Val í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×