Íslenski boltinn

Bríet fyrsta konan til að dæma bikarúrslitaleik

Bríet á vellinum í sumar.
Bríet á vellinum í sumar. Vísir/Ernir
Bríet Bragadóttir mun dæma leik Stjörnunnar og ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikar kvenna sem fer fram klukkan 17.00 á laugardag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bríet vakti athygli fyrr í sumar þegar hún birti pistil á heimasíðu KSÍ þar sem hún vakti athygli á hversu fáar konur væru í dómgæslu á Íslandi. Pistilinn má lesa hér.

Bríet hefur dæmt í efstu deild kvenna síðastliðin fimm ár en þetta er í fyrsta sinn sem að hún starfar í bikarúrslitaleiknum sem aðaldómari.

Aðstoðardómarar hennar verða Eðvarð Eðvarðsson og Gunnar Helgason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×