Íslenski boltinn

Willum: Sjaldgæft að ná svona heilsteyptum 90 mínútum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR.
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Vísir/Eyþór
„Ég er sáttur með stigin og sérstaklega frammistöðuna. Það er mjög sjaldgæft að ná svona heilsteyptum 90 mínútum, ég tala nú ekki um á móti jafn frábæru liði og FH,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR eftir sigur sinna manna á FH í Pepsi deild karla í dag.

Tobias Thomsen skoraði sigurmark KR á 67. mínútu leiksins, en með sigrinum tóku KR-ingar hið dýrmæta þriðja sæti af FH.

„Menn náðu að vinna sem einn maður og við náðum góðri pressu á FH-liðið sem hélt allan tímann. Við vorum fínir á boltann þegar við náðum í hann og sköpuðum okkur fullt af færum.“

„Eitt mark dugði í dag vegna þess að vinnusemin í liðinu var frábær,“ sagði Willum.

Eftir bikarsigur ÍBV eru það aðeins þrjú efstu liðin í deildinni sem fá Evrópuleiki næsta tímabil, og má búast við að KR-ingar ætli ekki að sleppa því svo glatt.



„Við fáum að vera þar í eina viku og svo heldur bardaginn áfram.“

„Það er rosalega fin staða á hópnum, fínt form, svo við hlökkum til að taka lokasprettinn í þessu móti,“ sagði Willum Þór.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×