Íslenski boltinn

Kjóstu um besta leikmann og mark ágústmánaðar

Íþróttadeild skrifar
Orri Sigurður, Eiður Aron og Jóhann eru tilnefndir sem leikmaður júlímánaðar.
Orri Sigurður, Eiður Aron og Jóhann eru tilnefndir sem leikmaður júlímánaðar. Vísir
Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport hafa tilnefnd þrjá leikmenn og þrjú mörk sem þau bestu í júlímánuði. Hægt er að kjósa á milli þeirra tilnefndu hér neðst í fréttinni.

Varnarmenn eru áberandi að þessu sinni en tveir lykilmenn í vörn toppliðs Vals eru tilnefndir sem besti leikmaðurinn, þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Orri Sigurður Ómarsson. Þá er Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunnar, einnig tilnefndur.

Þrjú glæsileg mörk eru tilnefnd en í öllum tilvikum er um langskot að ræða. Mörkin sem um ræðir skoruðu þeir Gísli Eyjólfsson, Einar Karl Ingvarsson og Andri Rúnar Bjarnason.

Niðurstaða kosninganna verður tilkynnt í næsta þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport þann 10. september.

Bestu leikmennirnir
Bestu mörkin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×